Íslenzkt lambakjet

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Árshátíð um helgina

Farin að hlakka til. Keypti mér kjól í vikunni sem leið. Reyndar var þetta bara lásý kjóll úr Hagkaup, en ég hef ekki keypt mér kjól (né gengið í einum slíkum) síðan í 10. bekk. Þess vegna hlakka ég alveg robboslega til að dekra við sjálfa mig á laugardaginn og klikkast úr egói. Fór svo á búðarrúnt til að leita að hálsmeni og eyrnarlokkum við dressið. Fann ekkert grípandi enda ekkert nema útsölurusl eins og er í búðunum. Er þó robboslega vongóð á það að ganga beint á glingur sem rokkar. Er ekki ennþá búin að fá mér gítar. Er að deyja úr tilhlökkun. Það er bara svona þegar sérlegur gítarráðunautur minn er uppteknari en Kofi Annan...

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 20:14
::
---------------oOo---------------