miðvikudagur, janúar 18, 2006
Árshátíð um helginaFarin að hlakka til. Keypti mér kjól í vikunni sem leið. Reyndar var þetta bara lásý kjóll úr Hagkaup, en ég hef ekki keypt mér kjól (né gengið í einum slíkum) síðan í 10. bekk. Þess vegna hlakka ég alveg robboslega til að dekra við sjálfa mig á laugardaginn og klikkast úr egói. Fór svo á búðarrúnt til að leita að hálsmeni og eyrnarlokkum við dressið. Fann ekkert grípandi enda ekkert nema útsölurusl eins og er í búðunum. Er þó robboslega vongóð á það að ganga beint á glingur sem rokkar. Er ekki ennþá búin að fá mér gítar. Er að deyja úr tilhlökkun. Það er bara svona þegar sérlegur gítarráðunautur minn er uppteknari en Kofi Annan...
::