fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Plís, hlífið mér!Var að horfa á Opruhþátt um daginn, fyrir einhverja furðulega tilviljun, og í þættinum var einhver gaur sem er víst megamógúll í tískuheiminum. Er frægasti Hollýwúddstílistinn oder etwas. Hann hélt þessa þrusuræðu um hvað það væri aaaaaalgjört möst í frægðarheimum að hafa góðan stílista. Það skildi sko alvöru stjörnurnar frá amatörunum. Hann nefndi sérstaklega Mariuh Carey í þessu dæmi.
Hann vildi meina að stílistinn hennar væri snillingur og að Mariah væri alltaf svo rosalega vel klædd og vel til höfð. Væri fyrirmynd bæði aðdáenda sinna og annarra stjarna.
Hversu stúpid þarf maður (í þessu tilfelli Mariah) að vera til að halda að þessi outfit hennar, og þetta er ekki eini hryllingurinn sem hún hefur látið sjá sig í, líti vel út. Lítur manneskjan ekki í spegil eða þjáist hún af "nýju fötum keisarans" á slæmu stigi? Mariah hefur ekkert tískuvit what so ever og ennþá síður gaurinn sem er að þiggja milljónir fyrir að klæða hana.
Þegar maður sér svona disaster, virðist Hagkaup bara vera ágætis uppspretta hátískufatnaðar.
::