Íslenzkt lambakjet

sunnudagur, desember 24, 2006

26

Þetta hafðist!

Allt jólapakkastandið og núna skreytingarnar. Bara fínt að byrja að skreyta kl 2 að nóttu aðfrararnótt aðfangadags já já sei sei. Ég er nokkuð viss um að ég sé búin að kaupa allar jólagjafirnar og ég er nokkuð klár á því að ég sé búin að pakka þeim öllum inn. Það kemur bara í ljós á mörgun á ögurstund ef ég hef haft rangt fyrir mér.

Ég og hinn helmingurinn minn fórum í Blómaval og Garðheima í kvöld þar sem við keyptum lítið gervijólatré. Ekta gervi "Norway Spruce made with superior qualitiy in Thailand". Það var því virkilega jólaleg stemmning þegar við komum heim eftir að hafa rúntað um Garðarbæinn (by special request skoh) að skoða jólaljósin og settum jólalög á fóninn. Hann tók sig til og bjó til heitt kakó frá grunni og þeytti rjóma á meðan ég pakkaði inn öllum gjöfunum. Jólaskapið var orðið svo gífurlegt að ekki einu sinni brimsalta kakóbragðslausa kakóið gat eyðilagt það.

Síðan skreyttum við litla jólatréð okkar með þessum 10 jólakúlum sem við eigum og keyptum fyrir kúk á kanil í Tiger og jólastjörnu sem kostaði 200 kall í Húsasmiðjunni. Ég berð bara að segja að þetta er eitt flottasta jólatré sem ég hef skreytt. Ekki vegna þess að það er mikill glamúr í kringum það heldur bara að við skötuhjúin gerðum þetta saman og að við vorum bæði að fá ræpu af jólaskapi á meðan við vorum að því.

Ég óska ykkur, lesöndum góðum, og ykkar nánustu gleðilegra jóla, góðrar jólasteikur, fallegra gjafa og að sjálfssögðu það sem skiptir mestu máli, góðra stunda með þeim sem ykkur eru kærastir.
kv. Kibba

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 02:23
::
---------------oOo---------------