Íslenzkt lambakjet

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

31

Ég á alveg helvíti flottan nafla. Ég reyndar vil kalla hann nabbla, því það segir enginn naffffli á Íslandi. Nabbli, nabbli, nabbli. Ok.

Komst að því fyrir nokkru að ég þjáist af nabblafýlu. Ég er blessunarlega laus við að þjást af öðrum líkamsódaun. Fékk síðast táfýlu sem krakki, svitafýla kemur bara eftir mjög brútal sturtulaus tímabil (sem er nánast aldrei) og andfýla er.... jæja ókei.. ég get verið fjandi andfúl stundum. En nabblafýla er eitthvað sem ég þjáist af á hverjum degi.

Ég komst að þessari merku niðurstöðu þegar ég var að pota í fyrrnefndan nabbla. Af hverju var ég að pota? Jú mér finnst það nefnilega svo gaman því þegar ég rykki puttanum úr nabblanum kemur svona skemmtilegt "BLOBB" hljóð. Mig klæjaði í mitt annars kvenlega yfirvaraskegg og þá rann upp fyrir mér ljós. Eða réttara sagt þá læddist að mér daunn.

Nabblafýla

Ég kannaði síðan statusinn á þessari nabblafýlu reglulega á eftir. Eftir sturtu, eftir sund, eftir líkamsáreynslu. Neibb. Nabblafýlan er þarna alltaf.

Vildi bara deila þessu með ykkur.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:06
::
---------------oOo---------------