Íslenzkt lambakjet

laugardagur, nóvember 04, 2006

34

Sum ykkar sem lesa bloggið mitt þekkja mig. Sum ykkar ekki. Þau ykkar sem þekkja mig vita aðstæðurnar sem ég er í. Hversu líf mitt er þyrnum stráð og hversu mikið ég þjáist á dagsdaglegum basis. Sjáið sko til, ég er með alvarlega fötlun. Já, ég ætla að skella mér á trúnó með ykkur núna.

Ég fæddist með erfðagalla sem veldur fötlun. Ég hef þurft að ganga í gegnum harðindi sem barn að reyna að alast upp við þennan galla. Það gekk erfiðlega. Svo erfiðlega að ég hef beðið andlegan skaða. Ég get ekki ferðast að neinu ráði. Ég verð fyrir aðkasti alla daga vegna mjög grótesk útlits míns auk annarra hluta sem aðrir taka sem sjálfssögðum hlut en ég get ekki gert vegna þessarar fötlunar minnar.

Ég hef reynt margar aðferðir til að hylja þennan galla en hann er það gegnumskínandi að það er alveg sama hvað ég geri, það sést alltaf að ég er að feika. Já það er ótrúlega erfitt að viðurkenna þennan brútal fæðingagalla fyrir fólki sem manni líkar vel við. Og lifa í eilífum ótta við að vera hafnað af þeim fyrir að vera með téða fötlun. En ég reyni að standa sterk og ég reyni að lifa við þau spil sem mér voru gefin á hendi við getnað þó slæm séu.

Ég er rauðhærð.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 10:43
::
---------------oOo---------------