föstudagur, nóvember 10, 2006
33Nú er komið að kaflaskiptum. Ég sagði upp vinnunni minni í dag. Sem er btw æðislegasta vinna sem ég hef á ævinni unnið og ég kveð hana með söknuði. Námið er bara of krefjandi, persónulega lífið krefst mikillar athygli og það er komið að þeim tímapunkti að það er ekki hægt að bæði halda og sleppa, og það þarf að velja nákvæmlega hverju skal halda og hverju skal sleppa.
Það eru því blendnar tilfinningar í gangi. Mikill söknuður eftir þessari vinnu, en að sama skapi mikill léttir því nú minnkar stressið og álagið og gefur mér meiri tíma til að einbeita mér að því sem þarfnast fullrar athygli.
That being said. Þá langar mig að árétta eitt við ykkur lesendurna. Mig langar að minna enn og aftur á að líkami minn samanstendur af 70% vatni, 30% kaldhæðni. Það á ekki að taka neinu sem ég segi hátíðlega og það er best að taka alvarleikagleraugun af andlitinu þegar ég tjái mig á skriflegu formi. Ég er með sick, brútal, kaldhæðinn húmor. Ef fólk höndlar það ekki þá er ég ekki rétta manneskjan að vera að tjá sig við. Hef orðið mjög vör við að fólk nái ekki því sem ég er að djóka með undanfarið.
En já... back to ze Zchocolate
::