Íslenzkt lambakjet

föstudagur, desember 29, 2006

25

Nú fer að líða að áramótum sem er sá tími ársins sem ég nota til að vega og meta stöðu mína í lífinu. Hvað hef ég gert til að bæta sjálfa mig og líf mitt á síðasta ári og hvað ég hef gert til að eyðileggja fyrir sjálfri mér. Þetta ár hefur verið einstaklega gott þar sem að ég hef ekki gert neitt til að eyðileggja nema að bæta á mig 5 extra kílóum.

Gítar og bassi var keyptur og ég byrjaði að læra. Ég fékk draumajobbið og sagði því reyndar upp núna stuttu fyrir jól vegna tímaskorts. Ég kynntist kaddlinum mínum. Uppgötvaði sjálfa mig og fékk geðveik náttföt í jólagjöf.

Svo núna á gamlárskvöld ætla ég að henda mér í djúpu laugina og eyða kvöldinu með fjölskyldu kaddlsins míns. Ég er sem sagt að fara að hitta foreldra hans og börnin hans í fyrsta skiptið. Úfff hvað ég er stressuð. Fékk fyrsta niðurgangskastið af völdum téðs stress núna í fyrradag. Mörg hafa fylgt í kjölfarið og ég spái þriggja tíma óslitnum niðurgangi á gamlársdag.

Annars er það að frétta að ég er ógó eftir á í öllum tískutrendum. Keypti mér sims 2 rétt fyrir jól. En sims 2 var ógó mógó móðins fyrir einu og hálfu ári. Hey! betra er seint en aldrei. Er núna húkkt á að pynta kallana sem ég bý til. Læt þá fighta við nágrannana, neita að leyfa þeim að fara í bað, svelta þá o.s.frv. Er að fá þvílíka útrás fyrir sadistann í mér. Já sei sei.

*rooooop*

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 01:14
::
---------------oOo---------------