Íslenzkt lambakjet

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

46

Nú liggja rollur í því. Ekki áfenginu ó nei. Þær liggja í námsbókunum. Próf á föstudaginn og annað á þriðjudaginn. Skemmtismi!

Hef ekki gert annað en að finna ástæður fyrir því að fresta heimalærdómnum. Fullt af afsökunum að finna á kostnað lærdómsins sjálfs. Sem er ekki nógu gott og ég myndi prumpa á sjálfa mig fyrir þetta ef ég gæti. En það bara verður tekinn massinn á etta. Kaffi, Pepsí Max, Magic og smá létt geðveiki.

Ókosturinn við svona übernámsbókafyllerí er að ég hef bara ekki frá neinu að segja. Ég fylgist ekki með fréttum, hef takmörkuð samskipti við annað fólk og hef ekki pláss í heilanum til að hafa skoðun á neinu. Ég er því alveg óskemmtilegasta manneskja í heimi í dag.

............jú ég hef skoðun á einu!!! sko mína!
Mér finnst að Sjallarnir eigi að standa saman og halda Árna Johnsen utan stjórnmála. Er það ekki brill tillaga hjá mér?!. Árni kaddlinn sjálfur virðist ekki hafa rænu né siðferði til að halda sér í burtu sjálfur greyið. Stundum þarf þá sterka bláa hönd til að halda í höndina á honum og leiða hann í burtu frá öllu sem tengist stjórnsýslu.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:07
::
---------------oOo---------------