Íslenzkt lambakjet

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

45

Ég þakka hlýjar námshvetjandi hugsanir í minn garð. Ég fann sko sannarlega fyrir þeim. Ákvað eftir fyrra prófið að slappa aðeins af. Slappaði aðeins of mikið af. Fattaði svo þegar tveir dagar voru í seinna prófið að ég var ekkert byrjuð að læra neitt af alvöru. Hvað gera kindur þá? Já þá var bara sokkið sér í dópheima koffeinsins og tekinn all nighter á þetta. Ég sem sagt vaknaði kl 8 í gær og hef verið vakandi síðan.

Tókst mér svo að fara yfir og læra 5 vikna, 1200 blaðsíðna námsefni á innan við tveimur sólarhringum?
Merkilegt nokk þá tókst það. Þvílík gargandi snilld!!

Var að koma úr prófinu og ég held barasta að það hafi þurft slatta til að ég hafi ekki náð þessu. Fæ því að njóta samvistanna við bekkinn minn í eitt ár í viðbót ef allt fer vel. Jibbí kóla!

Kindin er aftur farin að ganga meðal lifandi fólks (eða svona næstum því), bæði í netheimum og raunheimum.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 16:34
::
---------------oOo---------------