þriðjudagur, september 12, 2006
41Enn önnur vika, enn meira brjálæði. Nú er bara vika þangað til að ég hætti í minni 70% vinnu með mínu 100% námi. Undanfarnar tvær vikur hafa verið algjör tortúr. Næ aldrei fullum svefni, er alltaf drulluþreytt og utan við mig. Næ ekkert að sinna mínum persónulega tíma og hef rosalega takmörkuð mannleg samskipti við annað fólk. Svo ekki sé minnst á kvíðaknútinn í mallakútnum sem virðist hafa tekið varanlegri bólfestu. En það er nú bara vika eftir, hlýt að geta lifað það af.
Fór í verklegt um daginn þar sem við áttum að rækta bakteríur af fingrunum á okkur. Flestir fengu sína agarskál hreina til baka en ekki rollan, ónei. Þvílíkur blússandi gróður hefur ekki sést á íslandi, ekki einu sinni í grasagarðinum. Var bæði loðið, grænt og með horáferð. Var meira að segja spurð hvort ég hafi verið að pota puttunum í rassinn á mér áður en ég tók testið til þess eins að eyðileggja niðurstöðurnar. Mér fannst þetta að sjálfssögðu alveg rosalega fyndið en þegar svo komið var heim og ég byrjaði að smyrja mér samloku þá opnuðust flóðgáttir sýklafóbíunnar.
... ég hafði stolið fyrr í sumar sterílum skurðlæknahönskum úr vinnunni. Tók pakkann, opnaði hann, fór í hanskana og smurði mér síðan samlokuna. Fokking oj barasta.
En þá óneitanlega fór kind að hugsa af hverju í fjandanum klaufarnar eru svona skítugar. Það er ekki eins og ég þvoi ekki á mér hendurnar eftir hverja klósettferð og ekki geng ég um með puttana í görninni, svo mikið er víst. Fattaði það allt í einu að áður en ég mætti í þennan verklega tíma hafði ég verið að flýta mér svo mikið úr vinnunni að ég gleymdi að spritta á mér hendurnar á leiðinni út. Get lofað ykkur öllum að það gerist ekki aftur. Sprittbrúsinn er orðinn að mínum löngu týnda síamstvíbura.
::