fimmtudagur, maí 04, 2006
88Það klikkar ekki asnalega líffærið mitt núna frekar en fyrridaginn. Míns er búin að ná að sofna á nótæm eins og framhaldsskólanemi í fyrsta tíma dagsins alla vikuna. Svona gríðarlega happí með það. En svo loksins þegar ég þarf að vera hress og spræk á morgun, ligg ég vakandi eins og önd og fæ engu um það ráðið. Ég er að velta því fyrir mér við hvern ég á að kvarta undan þessum ósóma.
Útpimpingin gengur hægt. Engir hauskúputattúaðir , síðhærðir, mótorhjólagaurar eru búnir að melda sig inn sem eiginmannsefni mitt. Ég er alveg viss um að ég mun deyja ein og vesæl enda orðin háöldruð. Þó eru það upplífgandi fréttir sem berast utan úr heimi að Bling Bling 104 ára ungfrú út í Langtíburtistan giftist víst um helgina 21. eiginmanni sínum. Hönkinum Stin giBo Ssan, 33 ára stórkaupmanni og helsta sultuhöndlara héraðsins sem þau hafa ákveðið að búa í og ala sín börn. Það er sem sagt alveg ennþá von fyrir mig. Ég á alveg 3-6 nokkuð góð ár eftir.
::