mánudagur, apríl 23, 2007
21Kyndin er ennþá á lífi. Já já sei sei.
Síðustu mánuðir hafa verið nokkuð viðburðarríkir í mínu lífi og hef ég því ekki haft nennuna né viljann til að tjá mig. Þessi viðburðarríku mánuðir voru af neikvæðum toga og er ég búin að þurfa að heyja persónulega baráttu til að komast yfir ákveðin áföll sem hafa orðið á mínum vegi. Satt best að segja hefur mig ekki langað að tjá mig við neinn undanfarið. Ég hef hægt og rólega verið að vinna úr þessum málum og það hefur gengið bæði upp og niður. En ég vona bara að tíminn lækni öll sár og að örið verði sem minnst eftir þetta allt saman.
Núna sig ég heima við imbann með ljóta lungnabólgu. Hósta upp fallegum gulgrænum slummum á meðan ég treð einu stykki tré eða svo upp í nasaborurnar. Búið að vera svona í rúma viku. Drekk hóstasaft eins og um tæra fjallalind væri að ræða. Má ekki gleyma þarfasta þjóninum, nasasprayi.
Þar til næst krúttin mín. Lofa að láta heyra í mér fljótt.
::