Íslenzkt lambakjet

sunnudagur, maí 13, 2007

20

Nú eru tíðindi ó sei sei.

Fólk er að tapa sér í fýlu vegna júróvisjón og ríkistjórnin heldur líklegast velli. Sól fer hækkandi á lofti og senn líður að því að ég setjist í heví próflestur fyrir sumarprófin.

Ég hef alveg brennandi áhuga á Júróvisjón. Já ég er geðveikur lúði en Júróvisjón er í mínum huga eitt skemmtilegasta sjónvarpsefni ársins. Eins og keppninnar er von og vísa þá voru yfirgnæfandi meirihluti framlaganna í ár tónlistarleg hörmung. En það er bara gaman. Það má alveg leyfa sér að fíla eyrnarusl eina helgi á ári.

Framlag okkar Íslendinga féll svo sannarlega í hóp þeirra laga sem best eiga heima í ruslafötunni og ég skil ekki hvernig nokkrum Íslendingi datt í hug að Eiríkur kæmist áfram. En við hverju er sossum að búast þegar stór hluti landans finnur tónlistarlega fullnægingu í sveitaballatónlist á lá Írafár.

Ég er algjörlega ósammála mafíuyfirlýsingum hins tapsára rauða víkins, Eiríks Haukssonar. Austur- Evrópsku lögin í ár voru einfaldlega miklu betri en þessi Vestur' Evrópsku. Mér er alveg sama hvaðan lögin koma en það er ekki séns í helveðe að ég kjósi vibba á við það sem kom frá Noregi, Möltu, Svíþjóð, Portúgal, Spáni, Hollandi, Bretlandi, Írlandi og überhallhærislega Sviss. Það er ekki séns að þessi lög fá neina almenna spilun á útvarpsbylgjum Evrópu, Ísland þar með talið.

Þetta eru allt saman tónsmíðar sem virkja ælureflexinn hjá Eiríki, hinum rauða, sjálfum og sé ég ekki hvernig hann fær það út að við hin ættum að vera með öðruvísi gubbuviðbrögð.

Þegar ég horfði á forkeppnina voru aðeins 5 lög af þessum tuttuguogeitthvað lögum sem ég hafði einhvern vott af fílingi til. Öll þessi lög áttu það sameiginlegt að vera frá Austur- Evrópu. Fjögur af þessum fimm lögum komust áfram. Í mínum huga sýnir það bara að fyrirkomulag keppninnar er að virka nákvæmlega eins og það á að virka. Betri lögin eru að fara áfram óháð því hvaðan þau eru að koma. Ef einhver grundvöllur væri fyrir þessari Austur- Evrópumafíukenningu, þá hefði væntalega Finnland ekki unnið í fyrra. Það hentaði bara ekki að hrópa óréttlæti óréttlæti í fyrra. Miðað við þetta þá verður hrópað fyrrnefn óréttlætisóp í hvert skipti og eingöngu í þau skipti sem Austur- Evrópuland vinnur.

Íslendingar gerðu sig síðan að fífli með því að gera akkúrat það sem þeir voru að saka Austur- Evrópu að gera, kjósa nágrannalöndin af-því-bara. Af því að við höndlum ekki þá staðreynd að lönd sem einhverjum eflaust innst inni finnst að ætti að vera okkur ríku vesturlöndum óæðri, skuli vera að ganga betur.

Áður en Austur- Evrópuþjóðirnar fóru að streyma inní keppnina voru hinir sömu Júróspekúlantar að blammera keppnina og segja hana stórgallaða af hinum sömu sökum og nú, en þá voru það bara miðjarðarhafslöndin sem áttu í hlut. Hvernig væri bara að líta á hlutina eins og þeir eru, Íslendingar hafa greinilega ekki sama tónlistarsmekk og obbinn af Evrópu. Að sjá eitthvað órættlæti út úr þessu er ekkert annað en tapsárt væl sveitaballafílandi fýlupúka.

Ég btw kaus Serbíu og Úkraínu.

Óver end át

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:44
::
---------------oOo---------------