Íslenzkt lambakjet

mánudagur, maí 14, 2007

19

Kannski er ég rosalega stíf í mínum mórölsku pælingum en mér finnst það frekar ómóralskt af flokki sem býður afhroð í kosningum að láta sér detta í hug að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi. Framsókn: þjóðin vill ykkur ekki!

Að sama skapi finnst mér alveg allt í lagi að þeir einstaklingar sem fá jafn mikinn massa af útstrikunum eins og BB og Árni Johnsen fengu, segi af sér sinni þingmennsku. Það er ekkert hægt að túlka þetta á annan hátt en að fólk vilji ekki þessa einstaklinga á þing. En almenn siðferðiskennd er reyndar ekki sterkasti kostur fyrrnefndra aðila reyndar þannig að ég efast ekki um að þeir túlki niðurstöðurnar ekki á neikvæðan hátt.

Að sama skapi lýsi ég yfir óánægju minni með þessa frekar illa ígrundðu 5% reglu. Ég veit að hún var sett á sínum tíma með því markmiði að koma í veg fyrir einhver klofningsframboð en ég lít svo á að jafnræðis eigi að gæta. Á bak við hvern þingmann eru ákveðinn fjöldi atkvæða og á það jafn að gilda um alla, líka litlu framboðin.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:12
::
---------------oOo---------------