Íslenzkt lambakjet

þriðjudagur, janúar 09, 2007

22

Djís! Málefnin liggja niðri þangað til á fimmtudaginn (í það minnsta). Hvað á kind að gera af sér á netinu á meðan?

Annars er lítið að ske hjá mér. Ég byrja árið á að finna það út að manneskja náin mér er að ljúga að mér. Greit. Alltaf gaman að komast að svona hlutum.

Ég veit ekki... ég er náttúrulega bara mannleg og hef alveg 80 kg af persónugöllum. Ég veit ekki hvort það telst til persónugalla eða kosts að ég á mjög erfitt með að fyrirgefa lygar og ennþá erfiðara með að treysta manneskjunni aftur. Það má líkja þessu við að allir byrja með hreinan skjöld. Ef hann er skitinn út þá á ég ótrúlega erfitt með að fara til baka. *dæs*

Vona að helgin verði skemmtileg.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:00
::
---------------oOo---------------