Íslenzkt lambakjet

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

31

Ég á alveg helvíti flottan nafla. Ég reyndar vil kalla hann nabbla, því það segir enginn naffffli á Íslandi. Nabbli, nabbli, nabbli. Ok.

Komst að því fyrir nokkru að ég þjáist af nabblafýlu. Ég er blessunarlega laus við að þjást af öðrum líkamsódaun. Fékk síðast táfýlu sem krakki, svitafýla kemur bara eftir mjög brútal sturtulaus tímabil (sem er nánast aldrei) og andfýla er.... jæja ókei.. ég get verið fjandi andfúl stundum. En nabblafýla er eitthvað sem ég þjáist af á hverjum degi.

Ég komst að þessari merku niðurstöðu þegar ég var að pota í fyrrnefndan nabbla. Af hverju var ég að pota? Jú mér finnst það nefnilega svo gaman því þegar ég rykki puttanum úr nabblanum kemur svona skemmtilegt "BLOBB" hljóð. Mig klæjaði í mitt annars kvenlega yfirvaraskegg og þá rann upp fyrir mér ljós. Eða réttara sagt þá læddist að mér daunn.

Nabblafýla

Ég kannaði síðan statusinn á þessari nabblafýlu reglulega á eftir. Eftir sturtu, eftir sund, eftir líkamsáreynslu. Neibb. Nabblafýlan er þarna alltaf.

Vildi bara deila þessu með ykkur.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:06
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, nóvember 12, 2006

32



Þetta eru formlega ljótustu skór sem ég hef á ævinni séð. Passa vel við súperkúl peysurnar og gullbuxurnar.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:38
::
---------------oOo---------------

föstudagur, nóvember 10, 2006

33

Nú er komið að kaflaskiptum. Ég sagði upp vinnunni minni í dag. Sem er btw æðislegasta vinna sem ég hef á ævinni unnið og ég kveð hana með söknuði. Námið er bara of krefjandi, persónulega lífið krefst mikillar athygli og það er komið að þeim tímapunkti að það er ekki hægt að bæði halda og sleppa, og það þarf að velja nákvæmlega hverju skal halda og hverju skal sleppa.

Það eru því blendnar tilfinningar í gangi. Mikill söknuður eftir þessari vinnu, en að sama skapi mikill léttir því nú minnkar stressið og álagið og gefur mér meiri tíma til að einbeita mér að því sem þarfnast fullrar athygli.

That being said. Þá langar mig að árétta eitt við ykkur lesendurna. Mig langar að minna enn og aftur á að líkami minn samanstendur af 70% vatni, 30% kaldhæðni. Það á ekki að taka neinu sem ég segi hátíðlega og það er best að taka alvarleikagleraugun af andlitinu þegar ég tjái mig á skriflegu formi. Ég er með sick, brútal, kaldhæðinn húmor. Ef fólk höndlar það ekki þá er ég ekki rétta manneskjan að vera að tjá sig við. Hef orðið mjög vör við að fólk nái ekki því sem ég er að djóka með undanfarið.

En já... back to ze Zchocolate

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 15:07
::
---------------oOo---------------

laugardagur, nóvember 04, 2006

34

Sum ykkar sem lesa bloggið mitt þekkja mig. Sum ykkar ekki. Þau ykkar sem þekkja mig vita aðstæðurnar sem ég er í. Hversu líf mitt er þyrnum stráð og hversu mikið ég þjáist á dagsdaglegum basis. Sjáið sko til, ég er með alvarlega fötlun. Já, ég ætla að skella mér á trúnó með ykkur núna.

Ég fæddist með erfðagalla sem veldur fötlun. Ég hef þurft að ganga í gegnum harðindi sem barn að reyna að alast upp við þennan galla. Það gekk erfiðlega. Svo erfiðlega að ég hef beðið andlegan skaða. Ég get ekki ferðast að neinu ráði. Ég verð fyrir aðkasti alla daga vegna mjög grótesk útlits míns auk annarra hluta sem aðrir taka sem sjálfssögðum hlut en ég get ekki gert vegna þessarar fötlunar minnar.

Ég hef reynt margar aðferðir til að hylja þennan galla en hann er það gegnumskínandi að það er alveg sama hvað ég geri, það sést alltaf að ég er að feika. Já það er ótrúlega erfitt að viðurkenna þennan brútal fæðingagalla fyrir fólki sem manni líkar vel við. Og lifa í eilífum ótta við að vera hafnað af þeim fyrir að vera með téða fötlun. En ég reyni að standa sterk og ég reyni að lifa við þau spil sem mér voru gefin á hendi við getnað þó slæm séu.

Ég er rauðhærð.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 10:43
::
---------------oOo---------------