Íslenzkt lambakjet

fimmtudagur, júní 29, 2006

72

Svo er líka alveg kominn tími á nýja gellu til að taka við dyravörslu á jarminu. Þessi er djöfulli vígaleg. Og svo er hún flink í karókí líka.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:12
::
---------------oOo---------------
73

Nei ég er ekki dauð. Ég hef bara frá engu að segja. Ég á ekki líf, stunda ekki mannleg samskipti. Allir sem ég vinn með eru annað hvort dauðir (bókstaflega) eða í svo vondu skapi að ég sækist bara í dauða fólkið.

Var að frétta að Pamela Anderson væri að strippa eitthvað til stuðnings réttindum dýra. So what's new? Ég hef séð Pamelu oftar nakta en í fötum og það er ekkert varið í það lengur . Ég myndi sko taka eftir því ef Pamela klæddist fötum til styrktar réttindum dýra!!

Kv.
Kibba- klæðist buxum og bol til styrktar réttindum Lemúra í Perú.
(ekki það að nokkur maður né dýr myndi vilja sjá mig nakta til að byrja með)

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 17:51
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, júní 06, 2006

74

Þetta var ofsalega óskemmtilegur vinnudagur í dag. Það vill nefnilega þannig til að þegar það er ekkert að gera í vinnunni, þá er í alvörunni ekkert að gera. Ekkert var verkefnið í dag þannig að mér var bara sagt að hanga á netinu og hringja persónuleg símtöl mér til ánægju og dægrastyttingar. Þetta þurfti ég að gera tilneydd frá 8 til 16.

Ekki það að ég sé að kvarta undan þessu. Það er voða þægilegt að fá að slæpast aðeins. Málið var bara að nethangsið fór að verða leiðinlegt eftir 2 tíma, ég hafði engan til að hringja í og þessir 8 tímar liðu eins og 5 dagar. Já svona leiddist mér mikið! Síðan var með þessu búið að skemmileggja kvöldplönin mín (sem innifólust í því að hanga á netinu og slappa af....)

Enn burtséð frá því....

Ég er komin á þá skoðun að mig er farið að langa að deita eftir langt hlé. Þá er bara spurningin hvar maður finnur álitlega gaura. Þóra Lísa reyndi eitthvað að pimpa mig út en ekkert gekk. Mér finnst ég nú ekkert svo slæmur kindkostur verð ég að segja. Bara tiltölulega snyrtileg og fjósalykt í lágmarki. Síðan segi ég brandara einu sinni í viku og er með kynlíf á heilanum. Hvað er hægt að biðja um meira?

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 19:50
::
---------------oOo---------------

föstudagur, júní 02, 2006

75

Ég heiti ekki Kalli... ég heiti Kiðhildur

og ég er.... tuttögfjórir tuttogfjórir óver end át......

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 13:58
::
---------------oOo---------------