Íslenzkt lambakjet

föstudagur, mars 31, 2006

Ert þú svona týpa...

... sem nennir ekki að horfa á ógisslega langar bíómyndir en langar samt að geta tekið þátt í umræðum um téðar bíómyndir? Já ég er svona líka. Ekki séns að ég nenni að horfa á þriggja tíma kvikmyndaverk til að geta fittað í umræðurnar. Þess vegna fer ég á

Þessa síðu

til að redda mér kvikymyndaþekkingu. Hérna eru 30 sekúndna úrdrættir úr öllum helstu kvikmyndunum. Og þar að auki eru þau öll leikin af kanínum.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 00:53
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, mars 29, 2006

Flottasta bardagaatriði kvikmyndasögunnar

Þvílík gæði, þvílík snerpa. Ég lofa ykkur að þið verðið dolfallin. Hvenær fáum við að sjá svona eðalkvikmyndagerð koma frá íslenskum leikstjórum? Maður spyr sig hvort Kvikmyndasjóður noti peninginn í að splæsa pizzum á crewið.


Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:46
::
---------------oOo---------------
3000-asti heimsækjarinn

... fær Oral B tannbursta í verðlaun frá mér. Og eins og glöggir lesendur vita þá er Oral B tannbursti ekki bara tannbursti, heldur líka happdrættismiði þar sem verðlaunin eru deit með Fabíó.

Get ómögulega komið mér af stað í lestrinum. Ligg bara uppí rúmi að hlusta á Dixie Chicks (já já, ég veit að þetta mun alvarlega skaða underground credið mitt).

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:40
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, mars 28, 2006





Akkúrat það sem við allar erum búnar að bíða eftir. Stefnumót með Fabio. Konung hjartaknúsaranna. Og maður þarf einungis að taka þátt í einhverjum tannburstaleik til að eiga möguleika á því. Eru sumir nú ekki farnir að selja sig óvenju ódýrt ha?

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 16:09
::
---------------oOo---------------
Prófið fór ekki eins illa eins og mig grunaði

Reyndar fór það bara alls ekkert illa. Það var alveg ljóst að kennararnir voru á fyrrnefnt óskuðu kókaíntrippi við tilbúning þessa prófs.

Ætla að fagna í kveld. Gera eitthvað spes. Eitthvað sem ég hef ekki getað leyft mér í langan tíma sökum tímaleysis. Hmm... vídjógláp vs. bíó. Hvað finnst ykkur?

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 13:42
::
---------------oOo---------------

mánudagur, mars 27, 2006

Jæja

Það kemur sú stund að hver sú lífvera sem berst fyrir lífi sínu sættir sig við að hún muni verða undir. Ég er komin á þann stað núna og líður bara nokkuð vel með það. Það er ekki séns að ég nái þessi annars skemmtilega Prüfungi á morgun. Ég strengdi þau áramótaheit að standa mig betur í skólanum, læra á hverjum degi og leggja allann minn metnað í þetta. Þegar ég hóf að frumlesa fyrir rétt rúmri viku síðan varð mér ljóst að þetta áramótaheit var farið í varanlegt frí til Hawaii.

Þetta snýst um damage control frá þessum punkti og þá von að kennararnir hafi ákveðið á kókaíntrippi að hafa prófið extra létt í ár. Ég er drullufúl út í mig þessa stundina... grrrr.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:09
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, mars 26, 2006

Svöng uppá lesstofu

Innan við tveir sólarhringar í próf og ég á enn eftir að frumlesa helminginn af námsefninu. "Sjittfokk" dugar ekki nægilega vel að lýsa tilfinningum mínum á þessu stigi máls. Jafnvel þó ég flippi þessu yfir á svæsnustu þýsku gerir það ekki nægilegt gagn. Scheisenficken!!!!

Ég ætti að sjálfssögðu að vera að lesa mig til núna um undraveröld Acetyl CoA karboxýlasans en það sækja að mér svo sterkar hugsanir. Flóknar lífspælingar að ég get með engu móti haldið athyglinni við þetta annars mjög svo skemmtilega ensím.

Af hverju gat ég ekki verið gaurinn (eða gauran) sem fann upp Arómatið?? Ha?? Þetta er eitt vinsælasta krydd í heimi, fyrir utan kannski Season All sem, eins og við öll vitum, var fundið upp af Satani. Aromatið er hentugt, skemmtilegt á litinn, passar með öllu og allir elska það. Síðan eru umbúðirnar svo skemmtilega dannaðar að maður getur horft á glasið endalaust og velt fyrir sér snilldinni sem þessi vara nú er.

Svo ekki nóg með það.... þá getur maður GEYMT glasið og keypt sér ÁFYLLINGU í litlum og handhægum bréfum. Þvílík þjónusta við bæði viðskiptavinina (sem spara sér stóran pening) og umhverfið (sem fær þá að sama skapi minna glerrusl í sig). Já krakkar mínir. Ég legg uppgötvun arómatsins saman við uppgötvun Pensillínsins. Þetta er svona merkilegt.

Sem leiðir mann óneitanlega að þeirri pælingu hvað gaurinn (eða gauran) sem fann upp Arómatið hlýtur að vera fruntalega, ógeðslega, klikkaðslega ríkur (rík). Og ekki bara ríkur, heldur elskaður líka! Ég er viss um að L. Ron Hubbard nagi á sér handabökin í gröfinni (figuratively speaking... við vitum alveg að þau eru fyrir löngu útnöguð) yfir að hafa ekki uppgötvað þessa snilld. Hann hefði fengið með sér þúsund sinnum fleiri fylgismenn í gegnum undrakryddið en þetta Xenu bull sem honum datt í hug....

.... Acetyl CoA karboxylasi já...*dæs*
Langar í salat

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 14:38
::
---------------oOo---------------

laugardagur, mars 25, 2006

Pálmi Gests..

.... var í gerfi Silvíu Nóttar í spaugstofunni í kvöld. Mér fannst hann nú samt nær því að líkjast þessari..... eh... dömu hér, heldur en Silvíu skoh:


Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 20:36
::
---------------oOo---------------
Til að koma í veg fyrir allan misskilning

... þá vil ég taka fram að myndin hér til hliðar er í raun og veru ekki af mér. Ég er með miklu stærri brjóst en þetta.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 11:48
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, mars 22, 2006

Tó-mei-tó, Tó-mah-tó

Ég er haldin þeirri fötlun að mér finnst tómatar alveg einstaklega ógeðslega bragðvondir. Þeir eru fínir þegar þeir eru unnir t.d. tómatsósa og pizzusósa etc. En tómatar í heilu lagi, sneiðum, soðnir, steiktir, ferskir finnst mér ekkert minna en ógeð.

Nú er svo komið að við búum í útúr-tómatíseruðu samfélagi. Hvert sem maður fer þar eru tómatar. Tommi tómatur sat makindalegur í grænmetisdeildinni í Hagkaup í mörg ár og söng sinn skemmtilega "Halló krakkar, ég heiti Tommiiiiiihiiii tómaaaatuuuuuuuuur" söng, starfsmönnum til geðheilsuskorts og foreldrum til lifrarskemmda.

Síðan er tómötum troðið í allar fjöldaframleiddar samlokur, án þess að út í það sé hugsað hvort tómaturinn passi með co-áleggjunum. Ég fæ það t.d. aldrei skilið hvernig nokkrum manni datt í hug að setja tómata á samloku með spægipylsu. Tómatar á hamborgurum er annað dæmi! Hvaða þroskaheftu bragðlaukar meika tómata á hamborgurum? Svo er sumt fólk farið að troða þessum andskota á pizzur líka!

Ég mótmæli svona tómataðgerðum harðlega. Tómatar eru ekki svona eins og ostur, þar sem meginþorri fólks finnst hann góður. Þetta er klárlega alheimssamsæri tómatframleiðenda og tómatsfasista. Fórnarlömbin erum við. Við, sem getum ekki varið okkur. Við sem nennum ekki að plokka þennan óskapnað af samlokunum okkar og neyðumst því til að misbjóða skeifugörn vorri með fúlum tómötum.

Hugsið aðeins út í þetta áður en þið verðið heilaþvegin!

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 22:45
::
---------------oOo---------------

mánudagur, mars 20, 2006

Hvað er meira hressandi

en að sitja við sunnudagskveldmatarborðið með sextugum foreldrum sínum og hlusta á kynlífshljóð í útvarpinu? Nei, ekki margt. Það vildi svo skemmtilega til að Rás 2 ákvað að spila J'taime akkúrat á kveldmatartíma í gær og þar sem það er alltaf default kveikt á útvarpstækinu þá hljómuðu getnaðarlegar stunurnar um eldhúsið okkur til ánægju og yndisauka með fitublautum lambakótelettunum.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 21:12
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, mars 19, 2006

Hvað er það sem kemur manni í gott skap

Það er ekki Hemmi Gunn svo mikið get ég sagt. Nú er Motörhead í spilaranum á fullu blasti en það er einmitt mjög dópamínframleiðandi hljómsveit. Væri alveg meira en lítið til að skreppa á kaffihús og fá mér kakó með rjóma og jafnvel eitthvað gott að snæða. Hmmmm..... what to do, what to do.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 15:47
::
---------------oOo---------------

fimmtudagur, mars 16, 2006

Varnarmálin

Er búin að vera að ræða við fólk, bæði netleiðis og frussleiðis, um einhliða ákvörðun Bandaríkjahers að nánast yfirgefa herstöðina (mér skilst að það eigi einhverjir örfáir dátar að vera hérna til málamiðlunar). Ég bjóst við því að fólk myndi hafa mjög mismunandi skoðanir á þessu og verða nokk heitt í hömsum í rökræðum um ágæti þessarar ákvörðunar, aðdraganda hennar og framkvæmd.

Það kom mér á óvart að langflestir voru sömu skoðunar. Flestir eru bara sáttir við að bandaríska herliðið fari þó að ákveðinn hópur harmi það að þetta muni valda mörgum atvinnumissi. Núna á þessum síðustu og verstu tímum þá held ég að fólki hafi alveg orðið það ljóst að yfirgangur Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi er orðinn það mikill (hefur reyndar alltaf verið mikill) að það er jafnvel orðið "hættulegra" uppá hryðjuverkaárásir að gera að styðja þá heldur en að lýsa bara yfir hlutleysi.

Ísland er ennþá í NATO og á meðan við erum enn þar í röðum þá eru varnir okkar tryggðar, en þetta er áhyggjuefni sumra þeirra sem studdu hvað mest veru hersins. Þessar fjóru herþotur sem hér eru skipta engu máli ef að til árásar kæmi. Þannig að vera þeirra skiptir ekki höfuðmáli. Þannig að ákvörðun hersins að þessu leyti er mjög skiljanleg. Enn og aftur finnst mér það hryllingur að ríkisstjórn Íslands lýsti opinberlega yfir stuðningi við Íraksstríðið á sínum tíma án nokkurra skiljanlegra ástæðna annarra en að vonast eftir að Kaninn haldi áfram veru sinni í Keflavík. Það er svo komið að kötturinn í sekknum hefur verið keyptur. Herinn ætlar burt og eftir situr nafn okkar á stuðningsplaggi ólöglegs stríðs, stríðsglæpa og mannréttindabrota.

Eina eftirsjáin sem ég hef er af þyrlusveitunum sem hafa í ófá skipti bjargað mannslífum. Það er náttúrulega til skammar að við Íslendingar höfum ekki komið okkur upp almennilegum þyrlusveitum þar sem þyrlurnar geta farið í skoðun og viðgerð án þess að kerfið lamist. Það er í sjálfu sér ótrúlega sorglegt að við höfum þurft að stóla jafn mikið og raun ber vitni á bandaríska herinn þegar kemur að björgunaraðgerðum, því við eigum og ættum að vera sjálfum okkur næg þar. Við ættum að líta á þetta sem kærkomið tækifæri til að koma okkar björgunarmálefnum í farveg.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 12:30
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, mars 15, 2006

Finnst það svo óheyrilega "skemmtilegt"

... þegar kennarar taka upp á því að búa til ný orð yfir eitthvað sem annars ágæt orð eru til fyrir. Þetta er ekkert smá ruglandi.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 09:53
::
---------------oOo---------------
Glitnir

Þetta er furðulegt nafn. Þetta væri súper nafn á bílasölu eða jafnvel raftækjaverslun sem sérhæfir sig í þvottavélum. ....... en banki!

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 09:45
::
---------------oOo---------------

mánudagur, mars 13, 2006

Allt er vænt sem vel er..... öh.... bleikt

Langar þig að rokka? Ertu ógisslega "metal"? Harðkjarnarokkari?
Þá eru nýju Hello Kitty rammaggsgítararnir frá Fender akkúrat fyrir þig. Fást í píkubleiku og harðkjarnametalsvörtu. Helstu gítarsnillingar heimsins mæla með Hello Kitty gítarnum.

"I had never really felt hardcore until I played my pink Kitty guitar for the first time" - Kirk Hammett, Metallica.



Það er pottþétt að maður rokki með svona alvöru græjum. Pleisið fer bara "on fire". Þess vegna fylgir með gítarnum glæsileg loðin gítarnögl, aukasett af strengjum, ótrúlega flott ól með kisulykt (eða pussysmell eins og það leggst á enskunni) og forláta slökkvitæki í stíl:




Láttu þetta tilboð ekki fram hjá þér fara!!

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 20:10
::
---------------oOo---------------
Fór í dag

.. að sækja um vegabréf þar eð hið gamla er fyrir löngu síðan útrunnið. Þurfti í tilefni þess að framkvæma hinn sívinsæla eiturhressa atburð, að fara í passamyndatöku. Réttnefni fyrir téð fyrirbæri er (og ætti að vera): "Take away mugshots".... ég meina, rétt upp hönd sem hefur fengið góða mynd af sér úr svona passamyndakassa?


nei ... hélt nebbla ekki.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 20:07
::
---------------oOo---------------

laugardagur, mars 11, 2006

OOOOOO .. mig langar svo að keyra einn svona




Ef einhver á svona bíl og vill leyfa mér að taka í hann... þá er sá hinn sami orðinn bestasti vinur minn.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:12
::
---------------oOo---------------

föstudagur, mars 10, 2006

Meltingarkex?



Ég hef aldrei almennilega fattað af hverju sumt kex er kennt við meltingu. Kannski er það reyndar ekki kennt við meltingu (svona rétt eins og ég á tímabili hélt að the bold and the beautiful væri vísun í sköllótt en fallegt fólk). Hef tekið eftir að á hómblestinu mínu, snapjacksinu, hobnobsinu og McVítísinu er einkar mikið hamrað á því að þetta séu "digestive cookies". Þá er spurning hvað nákvæmlega er verið að meina með þessu. Ætli þetta sé eitthvað áberandi betra fyrir meltinguna en t.d. marylandið?

Þó að meltingarkökurnar séu örugglega aðeins ristilvænni en maryland kexið þá get ég ekki ímyndað mér að þetta sé hollt í overall næringarfræðilegum skilningi, þ.e. í samanburði við trefjaríkt græmmeti og sonna...

Það er bara svo skolli fyndið að setja á umbúðirnar að varan sé meltingar- eitthvað. Eins og mjólkurvaran sem "eykur þarmaflóruna". Það langaði öllum á þeim tímapunkti að steypa einu glasi af slíku niður...

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:35
::
---------------oOo---------------
Ví-hí-hí-hítamín

Þau eru skemmtileg. Var að reikna út hvaða næringargildi eru í því sem ég legg mér til munns dagsdaglega. Ef maður er í raun það sem maður borðar þá er ég gangandi smjördolla.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 17:40
::
---------------oOo---------------

fimmtudagur, mars 09, 2006

Það er ekki fyndið



Hvað ég hlustaði ógeðslega mikið á þessa plötu þegar ég var krakki. Út af einhverjum ástæðum þá hefur þessi plata horfið úr safninu. Sem er bömmer, þvi mér datt allt í einu í hug að taka nostalgíukast og hlusta á Minipops.


Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 17:39
::
---------------oOo---------------
Hæ ég er að pissa

Mér finnst að það eigi að vera (og séu) ákveðnar samskiptareglur á milli fólks á meðan það er að tala saman og eiga þessar reglur að sjálfssögðu líka við þegar við erum að tala saman í síma. Núna á þessum síðustu og verstu tímum eru símtól ekki tengd við einhvern central stað heldur getur maður nú ferðast með attarna á milli staðar. Tæknin nú til dags ha!!

Þetta gefur ýmsa möguleika á ferðatilhögun með téð tæki. Í búðinni, í bílnum, fyrir framan imbann, inná klósetti. Já, sumir staðir eru einfaldlega ekki hefðbundnir "símtalsstaðir". Ég fæ t.d. ekki skilið af hverju fólk þarf endilega að tala í síma á meðan það er á klósettinu að gera þarfir sínar. Það er ekki eins og maður sé lengi að pissa. Þegar ég tala við fólk almennt séð út í hinu daglega lífi þá geri ég það ekki sitjandi á settinu. Ég efast t.d um að það yrði vinsælt ef ég væri t.d. að tjatta við yfirmanninn minn á meðan ég væri verpandi á dollunni í leiðinni. Hann myndi örugglega líða asnalega og jafnvel túlka þetta sem vanvirðingu. Af hverju er það eitthvað skárra þegar maður er að tala í síma?

Það heyrist t.d. klárlega í gegnum símann ef fólk er að hlanda og ég tala nú ekki um ef maður heyrir skemmtilegt "blúps" í símanum. Það er ekkert hægt að fela klósettferðina neitt þó viðmælandinn sjái ekki atburðinn berum augum. Mér finnst þetta í svo hæsta máta ósmekklegt. Ég kæri mig bara ekkert um að vera með fólki inná salerninu þó svo að þetta séu vinir, ættingjar og mér líki að öllu öðru vel við viðkomandi. Æi ég veit ekki, mér persónulega upplifi það sem vanvirðingu að viðkomandi sé skítandi rétt á meðan ég er að tjatta í símann við það. Það er lítið mál að biðja mann um að hringja eftir tvær. Tjah.. eða bara halda aðeins í sér. Ég get alveg gert undantekningar á þessari klígjugirni minni ef ég veit að viðkomandi er ófær um að stjórna sinni úrgangslosun en slíkir einstaklingar eru fáir miðað við fjölda blúpstjattara.

Það ber að sjálfssögðu að segja frá því að á meðan þessi pistill var skrifaður sat ég með harðlífi á dollunni.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 11:37
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, mars 08, 2006

Hlusti hlust




Mæli með hlustningu á Dixie Chicks. Er ekki mikil sveitalingur þótt rolla sé en þær eru alveg brill. Þessi diskur heitir Home og er sá nýjasti með þeim (gefinn út 2002 ef ég man rétt). Svo eru þær gellurnar alveg snilldarkonur og komust í heimsfréttirnar á sínum tíma fyrir að hafa sagt á opinberum vettvangi að þær skömmuðust sín fyrir að George Bush væri frá Texas, en þær eru víst innfæddir Texasbúar. Kanarnir í Jesúlandi (lesist: suðurríkjum bandarríkjanna) urðu náttúrulega snarklikk og það voru haldnar geisladiskabrennur og enn þann dag í dag neita kántríútvarpsstöðvar að spila tónlist eftir þær. Þessi viðbrögð überpatríotanna urðu náttúrulega til þess að þær fengu meiri athygli heldur en þær hefðu nokkurn tímann fengið og opnuðust dyr að allt öðrum aðdáendabasis en þær voru með. Í dag telja þær sig ekki lengur til kántrífjölskyldunnar heldur rokk/popp fjölskyldunnar.

Þetta finnst mér segja nokkuð um skammsýni überpatríotanna. Í þessu landi sem mærir sig sjálft fyrir málfrelsi, getur fólk ekki skilið á milli pólitíkur og lista og setja boycott á tónlistarmenn sem nýta einmitt fyrrnefnt málfrelsi sitt til að segja sína skoðun. Ekki er ég t.d. að sjá fólk í Evrópu boycotta Schwarzeneggermyndir þótt maðurinn sé klárlega kjáni. Persónulegar skoðanir listamanna skipta mig engu máli ef tónlistin er góð og áróðurslaus.

Ég mæli sem sagt eindregið með Home með Dixie kjúklingunum. Hún er vel hlustunarinnar virði.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:16
::
---------------oOo---------------
s00per

Ég er að upplifa mig sem fábjána þessa dagana. Mér finnst endilega (ég veit að þetta er engu að síður ekki satt) eins og fólk sé að forðast mig. Það er einhver furðuleg paranoja í gangi. Er mikið að pæla hvort þetta tengist Vítamín-S skorti (vítamín-S = súkkulaði). Hey! better safe than sorry.. .. *smjatt*

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 15:08
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, mars 07, 2006

Nýtt lúkk

Ákvað að hætta þessu nafnleyndarkjaftæði og birta bara raunheimamynd af mér hérna á blogginu. Því undir allri ullinni er rollan nefnilega fáklædd beiba sem hefur yndi og ánægju af því að pósa við tréstaura. Síðan er ekki ennþá búið að kjósa mig úr Sörvævor því það er ennþá kveikt á kyndlinum. Held að moi sé bara betri en hinir að veiða fisk með berum höndunum og éta kakkalakka. Síðan er líka alltaf mjög gott að viðra á sér barminn af og til. Það hefur svo upplífgandi áhrif á lifrina.

Vona að þetta lúkk falli vel í ykkur uppáhaldsheiðursbúfénaðinn minn.
ef ekki....



.. þá eruði ýkt óheppin múhahahahahahahahahahahaha

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:56
::
---------------oOo---------------
Járnskortur

já já

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 15:50
::
---------------oOo---------------

mánudagur, mars 06, 2006

Magnús Þór Hafsteinsson

er röflandi á Alþingi yfir því að RÚV rauf ekki útsendingu í dag til að flytja fregnir frá jarðskjálftanum. Hann vill meina að fólk á Suðurlandi sem næst er skjálftanum hafi verið skelfingu lostið og hrætt og viljað leita sér upplýsinga. Þess vegna var RÚV að bregðast hlutverki sínu bla bla bla....

For CRÆJING ÁTLÁD... þetta var jarðskjálfti upp á 4.6. Ef svona smáskjálfti gerir þig "skelfingu lostinn" og "hræddan" þá átt þú ekki að búa á Íslandi. Á RÚV þá bara ekki að rjúfa útsendingu í hvert skipti sem svæðið norðan við Grímsey hristist? (sem er nota bene oft á dag). Mér þykir það aftur á móti bara nokkuð fagmannlegt af RÚV að vera ekki að rjúfa útsendingu fyrir tittlingaskít sem þennan.

Að bera þetta saman við viðbrögin við suðurlandsskjálftanum þegar RÚV svo sannarlega brást finnst mér hæpið. Skjálftinn í dag var hvergi nærri líkur því og engin þörf á fréttamennsku a lá NFS. Satt best að segja fannst mér Magnús vera kvartandi undan þessu bara til að kvarta undan einhverju, en það er bara mín tilfinning...

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:37
::
---------------oOo---------------
Málefnin hætt

..og ég er orðin heimilislaus á netinu. Hin spjallborðin sem í boði eru, hafa það því sammerkt að ég treysti ekki stjórnendum alls kostar og vil ekki tjá mig undir þeim kringumstæðum. Þá finnst mér betra að tjá mig bara ekkert á íslenskum spjallvefjavettvangi fyrr en traustvekjandi borð kemur aftur, jú eða málefnin opna á ný. (sem ég vona alveg rosalega mikið). Þetta er voðalega skrítið. Ég er búin að tjatta þarna í nærri 3 ár og við fastagestirnir erum farnir að þekkjast nokkuð vel. Jafnvel fólkið sem maður þolir ekki er maður farinn að líta á sem part af daglegu lífi. Það er furðuleg tilhugsun að maður geti ekki kíkt í litla athvarfið sitt á vefnum á milli lestrartarna og kastað inn innleggjum eða tveim.... lesið umræðu dagsins. Ég er reyndar nokkuð dugleg að tjatta á erlendum spjallborðum, en það er náttúrulega ekki það sama.

Fálkinn bauð vefinn til sölu í morgun í kjölfar lokunarinnar. Ég vona innilega að fálkinn skipti um skoðun og opni borðið aftur eða góðir og traustir málverjar kaupi af honum herlegheitin og opni sem fljótast.... áður en fráhvarfseinkennin verða óyfirstíganleg

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 17:49
::
---------------oOo---------------

fimmtudagur, mars 02, 2006

Nokkrir gullmolar úr læknaskýrslum

- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn.

- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið

- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum.

- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall...

- Fékk vægan verk undir morgunsárið...

- Hún hefur þroskast eðlilega framan til...

- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember.

- Húðin var rök og þurr.

- Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr...

- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring...

- Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf...

- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum...

- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði...

- Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur...

- Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill...

- Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð...

- Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni...

- Það sem fyllti mælinn var þvagleki...

- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...

- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.

- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt....

- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...

- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði...

- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð

- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert

- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar...

- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.

- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu.

- Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef...

- Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár.

- Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða...

- Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki...

- Sjúklingur hefur formlegar hægðir...

- Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala.

- Sjúklingur hefur verið að þyngjast af asmanum sl. sólarhring...

- Sjúklingur lenti á parketgólfi og bar fyrir sig höndina með þeim árangri að hún brotnaði...

- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl.

- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli...

- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn.




Samviskusamlega stolið frá Ópel,vona að mér sé fyrirgefið. Finnst þetta bara svo brjálæðislega fyndið

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 19:38
::
---------------oOo---------------
Fyrsti vinnudagurinn

.. í nýju vinnunni gekk vonum framar. Bjóst við að vera meirihlutann af tímanum í yfirliði eða faðmandi dolluna. Kom svo í ljós að þrátt fyrir eilítil tímabundin ónot þá var ég bara mjög hress allan tímann. Lærði margt og mikið og fékk þau forréttindi að snakka við sérfræðinga um viðfangsefnið og námsefnið. Held að þessi vinna muni gefa mér mjög mikið þegar litið er til námsins sem og bara almenna reynslu. Mjög sátt.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 19:25
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, mars 01, 2006

Kiðið

.. er komið á myspace ef einhvern langar til að vita. Það er þó meira svona persónulegt sans-rollulegheit. Mun þó að sjálfssögðu ekki flytja mig héðan.... ekki að ræða það... jiiiii

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 22:27
::
---------------oOo---------------