mánudagur, febrúar 27, 2006
Jeijj!!Var að fá vinnu. Byrja á miðvikudaginn. Hlakka svo mikið til að ég á ekkert eftir að sofna þangað til....
::
Sérstaklega þessir ljósari til vinstri. Sjáið fyrir ykkur þröngar, tættar gallabuxur og þessi yndi!
Annars keypti ég mér gula skó í dag. Svipaða og þessa:
Ógó flottir!
::
Undanfarið hefur ný tíska rutt sér til rúms á NFS. Nú, þegar slasaðir einstaklingar hafa verið fluttir niðrá Lansa með þyrlu, þá standa myndatökumenn NFS við pallinn og mynda það þegar sjúklingarnir eru færðir úr þyrlunni og renndir inní hús. Síðan er þetta sýnt um kvöldið í fréttinni okkur almúganum til glöggvunar.
Mér þykir þetta í hæsta máta ósmekklegt þar sem hér er verið að ráðast inní friðhelgi sjúklinga. Þegar við t.d. förum til heimilislæknis þá hefur enginn rétt á því að taka myndir af okkur inná biðstofunni að okkur forspurðum. Þetta á einnig við um spítalana. Hvernig mynduð ykkur annars finnast ef þið væruð t.d. að bíða niðrá húð og kyn og einhver myndatökumaður fer að taka myndir af ykkur? Sjúkrahúsa og læknaferðir einstaklinga koma engum við nema þeim sjálfum.
Það sem mér finnst verst við þessar myndatökur er að ég efast ekki um að sjúklingarnir sem eru nýbúnir að lenda í trauma, hafi ekki hugmynd um að það sé verið að taka af þeim myndir og/eða séu því ósamþykkir. T.d. um daginn þegar einhver sjómaður lenti í slysi þá sást það bersýnilega á svip hans að honum krossbrá við að sjá myndatökumennina þegar verið var að rúlla honum inní hús. Hann lá þarna bjargarlaus, hræddur, volkaður og ber að ofan og þurfti að horfa uppá það að hans nánustu ættingjar, vinir, kunningjar og já landið allt fái að sjá hann í þessu ástandi í fréttatímanum.
Það að lenda í hörmulegu slysi er eitt og sér alveg nóg fyrir einstaklingana. Að mynda fólk á sinni varnarlegustu stund er annað og ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi í fréttalegum skilningi. Það þarf ekki nokkur maður að vita hver sjúklingurinn er, enda hefur fólk engan rétt til þess. Það hreinlega hræðir mig að vita að ef ég lendi t.d. einhvern tímann í slysi og er sótt með þyrlu þar sem það þarf jafnvel að klippa af mér fötin til að sjúkraflutningamennirnir geti gert það sem þeir þurfa að gera, að það bíði mín fréttamenn við komuna á sjúkrahúsið að taka myndir af mér berskjaldaðri í þessu ástandi og blasta yfir alla þá sem eru mér kærastir nokkrum klukkustundum síðar án minnar vitundar jafnvel og svo sannarlega án míns samþykkis. Hvar er réttur sjúklingsins í þessu máli?
Þið þarna hjá NFS, hættið þessu strax!!
::
sunnudagur, febrúar 26, 2006
...Ég myndi líta svoooo vel út í þessum skóm. Fást í Gap. Er ekki Gap ennþá til á Íslandi? Ef svo er, þá hvar?
(þið verðið bara elsku lesgæsirnar mínar og heiðurskindur að fyrirgefa þessa ódrepanlegu skóáráttu mína. Ég er ekkert á leiðinni að leita mér hjálpar við henni. A girl has to have some hobbies.....)
::
... fruntalega gaman að horfa á skautahlaup. Ég er nú ekki mikill sportisti en þetta er hið prýðilegasta afþreygingarefni. Skautahlauparar eru líka svo skemmtilega asnalega hlutfallslega vaxnir. Lærin á þeim eru huuuuuuuuuge. Hahaha.. svaka fyndið. *hóst*
Ég er reyndar líka dáldið skotin í Bobsleðunum. Var eins og svo margir aðrir gjörsamlega ómeðvituð um þessa íþrótt allt þangað til Cool Runnings myndin kom út (sem var btw snilld). Síðan þá hef ég alltaf haft auga með Jamaiska bobsleðaliðinu þegar vetrarólympíuleikarnir eru, þó svo að það hafi aldrei verið sýnt frá keppninni á Rúv. Í ár náði Jamaiska bobsleðaliðið aftur á móti ekki ólympíulágmarkinu, mér til mikillar gremju og keppa þeir því ekki. Þeir eru þó með ágætlega sterk luge lið (bæði eins og tveggja manna sleði þar sem fólk liggur á bakinu á sleðanum) bæði í kvenna og karlaflokki. Hafið augun opin. Coco Loco er líka Jamaiskur kokteill sem er gott að sötra með íþróttaglápi, svona ef maður fær leið á Carlsberginum.
::
laugardagur, febrúar 25, 2006
KrísukindJá. Kindin fór í krísu. Búin að klæða mig í flöffí bun bun náttfötin mín. Koma mér vel fyrir uppí sófa með sæng og bangsa. Þá gerðist það. Tilfinningin vaknaði, ég réð ekki við hana. Ég gjörsamlega varð að láta undan.
Ég fór úr flöffí bun bun náttfötunum, fór í neonbleika krumpugallann minn og útúrgengna böffalóskóna. Settist uppí bíl og keyrði áleiðis til að svala hvötinni. Þegar komið var á áfangastaðinn hoppaði ég eins og hvirfilbylur út úr bílnum og inní búð. Einn stóran súkkulaðisjeik takk!
U.þ.b. mínútu síðar var sá ískaldi, þykki og gómsæti súkkulaðisjeik látinn. Mig langar í annan.
::
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Ég er búin að vera með...... fjörfisk í innanverðri kinninni (ekki rasskinninni samt) í tvo daga. Þetta er skrítnasta tilfinning ever. Mikið verið að pæla í því hvort þetta sjáist utan frá. Það væri smjörvað.
::
mánudagur, febrúar 20, 2006
Já algjörlegaJá marr. Mig er búið að langa ógó lengi í skó í þessum lit. Verst að þetta er eitthvað Manolo, Choo dót sem ég mun aldrei í minni lífstíð koma til með að eiga efni á. En það er alltaf gaman að dást að og láta sig verkja í kortið. Svo er bara að vona að eitthvað svipað fáist í hinni ágætu eftirlíkingabúð Eurosko í nálægri framtíð
::
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Plís, hlífið mér!Var að horfa á Opruhþátt um daginn, fyrir einhverja furðulega tilviljun, og í þættinum var einhver gaur sem er víst megamógúll í tískuheiminum. Er frægasti Hollýwúddstílistinn oder etwas. Hann hélt þessa þrusuræðu um hvað það væri aaaaaalgjört möst í frægðarheimum að hafa góðan stílista. Það skildi sko alvöru stjörnurnar frá amatörunum. Hann nefndi sérstaklega Mariuh Carey í þessu dæmi.
Hann vildi meina að stílistinn hennar væri snillingur og að Mariah væri alltaf svo rosalega vel klædd og vel til höfð. Væri fyrirmynd bæði aðdáenda sinna og annarra stjarna.
Hversu stúpid þarf maður (í þessu tilfelli Mariah) að vera til að halda að þessi outfit hennar, og þetta er ekki eini hryllingurinn sem hún hefur látið sjá sig í, líti vel út. Lítur manneskjan ekki í spegil eða þjáist hún af "nýju fötum keisarans" á slæmu stigi? Mariah hefur ekkert tískuvit what so ever og ennþá síður gaurinn sem er að þiggja milljónir fyrir að klæða hana.
Þegar maður sér svona disaster, virðist Hagkaup bara vera ágætis uppspretta hátískufatnaðar.
::
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Gracie Bermudez er æðiReyndi að setja inn flotta comic sem reyndist síðan allt of stór fyrir síðuna þannig að hún afmyndaðist (síðan skoh.. ekki myndin) Svo þegar ég minnkaði myndina varð textinn of klesstur til að hægt væri að lesa hann. Þannig að ég linka bara á strippuna. Kemur manni í gott skap..lofa.
Gracie Bermudez kemur með gullinn punkt
::
laugardagur, febrúar 11, 2006
Sorg!!! Ó vei mér..Ég var að komast að því að MetallicuSvartaAlbúmið mitt er rispað beyond björgunar. Þetta er ein af uppáhaldsdiskunum mínum og hefur yljað mér um heiladingulinn í marga marga hlustitíma. Tími samt ekki að kaupa mér annan.... er ekki einhver þarna úti sem er til í að leyfa mér að rippa hjá sér?
::
föstudagur, febrúar 10, 2006
Hver á brjóstin???Koma svo!!!!
Smá vísbó: Þetta er frægur fatahönnuður.
::
.. þetta trommuatriði í ædolinu er meira en lame. Undirleikurinn er frambærilegri í karókívél Ölvers.
::
.. ég var að fatta að ég hef ekki látið heyra í mér í heila viku. Nei ég er ekkert búin að yfirgefa bloggheima. Langt því frá. Eins og ég sagði svo skemmtilega frá því í síðustu viku þá var 18 janúar í fyrradag þannig að þessi vika er búin að líða eins og hálftími. Mig vantar svona tímavél til þess að ná mér í meiri tíma. Ekki lítur það svo vel út fyrir næstu viku því ég er heppin ef ég finn mér tíma til að sofa. Æi hver þarf annars að sofa? Svefn er ofmetinn.
Annars gengur lífið bara nokkuð vel þrátt fyrir tímaskort. Míns kann núna að "spila" fjögur lög á nýja gítarinn, sem mér þykir nú bara nokkuð gott miðað við að það eru aðeins tvær vikur síðan ég fékk hann. Þó ber að hafa í huga að þótt ég þykist geta "spilað" lögin, þá efast ég um að nokkur maður þekkir viðkomandi lagasmíðar.... haha...
Silvía Nótt fékk að halda áfram sem er gott
Sumt fólk heldur að þeir læknar sem tæma burðardýr, actually láti fólkið svo fá dópið sem það var með í görnunum.... sem er bara fyndið (þ.e. að það skuli vera einhverjir sem halda það.. ekki það að fólk sé að asnast til að vera burðardýr. Ekkert fyndið við það)
Styttist í brúðkaup. Vantar hugmyndir að gjöf. :P
Ædolið í kvöld. Held ekki með neinum. Nema kannski þessum Eiríki, því hann er svo mikil dúlla. Langar að klípa í kinnarnar á honum og segja "gússsí gúúúúú". Veit ekki alveg hvernig hann myndi taka í það bletsaður.
ÓVER END ÁT!
::
laugardagur, febrúar 04, 2006
Kvót dagsins..."Hockey is a sport for white men. Basketball is a sport for black men. Golf is a sport for white men dressed like black pimps." -Tiger Woods
::
Hvað tíminn líður hratt! Ég get svo svarið að föstudagurinn í þar síðustu viku var í gær.
::
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Furðuleg ákvörðunÉg verð eiginlega aðeins að tjá mig um ráðningu Þorsteins Pálssonar í stöðu ritstjóra Fréttablaðsins. Mér finnst þetta í meira lagi furðuleg ákvörðun. Af hverju hann af öllum mönnum? Sérstaklega ef haft er í huga að Fréttablaðið (ásamt kverúlöntum út í bæ) hafa verið að gagnrýna blöð eins og Moggann fyrir að vera ekkert annað en flokkspési bláu handarinnar. Ég veit ekki alveg hvað mér persónulega á að finnast í sambandi við þetta. Ég skil ekki alveg hugsunina á bak við að hafa ritstjóra sem er svona áberandi aðili í pólitíkinni. Mun Fréttablaðið nokkurn tímann geta starfað án ásakana um pólitíska hlutdrægni?
::
..lést lítil, sæt og krúttileg rotta í þágu vísindanna.
::