þriðjudagur, janúar 31, 2006
Þetta er víst nýja lúkkið...... fyrir næsta misseri.
Það er gasalega sniðugt að hafa lopasokkabuxurnar svona um hálsinn. Maður getur verið við öllu viðbúinn.
Strákar, koma svo!! Verið inn, verið kúl!
::
mánudagur, janúar 30, 2006
Herra ÍslandMálið með herra Ísland hefur ekki farið framhjá mér frekar en nokkrum öðrum núna á þessum síðustu og verstu tímum. Vesalings drengurinn var sviptur titlinum vegna þess að hann vinnur við það að búa til þætti sem fjalla um fyllerí, kynlíf og ber brjóst. Forsvarsmönnum keppninnar fannst þetta starf hans eitthvað setja út á hans hlutverk sem fegurðardrottning að vera fyrirmynd sómasamlegs lífernis, fegurðar, þokka og gervibrúnku.
Ég satt best að segja næ ekki alveg þessum vinnubrögðum Fegurðarsamkeppni Íslands. Þeir settu Herra Íslandi þá afarkosti að hann yrði að segja upp vinnu sinni ellegar missa titilinn. Mér finnst þetta í einu orði sagt frekar ankannalegt þar eð forsvarsmenn keppninnar vissu nákvæmlega við hvað drengurinn starfaði þegar hann hóf keppni. Mér finnst það eiginlega ekki ásættanlegt að ætlast til þess að sigurvegarinn segi upp vinnu sinni sérstaklega þar sem litið er til þess að það eru engin laun borguð út fyrir að bera titilinn Herra Ísland. Stjórn keppninnar hefðu þá átt að meina Óla þátttöku strax í byrjun. Það að leyfa honum að keppa, vitandi við hvað hann starfaði, er í mínum huga samþykki stjórnarinnar á hans starfi. Það er ekkert annað en hræsni að fara að bakka út núna...
Ástæða sviptingarinnar var sú að þessi þáttur hans "brýtur í bága við þær reglur keppninnar að sigurvegarinn eigi að vera fyrirmynd". Helvítis kjaftæði!
Hér um árið var Herra Ísland kjörinn (af dómnefnd meira að segja þar sem símakosningabrjálæðið var ekki byrjað) og hann hafði setið fyrir á nektarmyndum. Meira að segja mjög grófum nektarmyndum. Myndum sem ágæt sneið þjóðarinnar myndi bara flokka sem klám. Fyrirmynd my ass! Er herra Ísland sem situr fyrir á klámmyndum góð fyrirmynd en sá herra Ísland sem fer með myndavél niðrí bæ og tekur viðtöl við fullt fólk slæm fyrirmynd? Það væri gaman að fá nánari útskýringu forsvarsmanna keppninnar á þessu....
Fyrir utan þetta allt saman þá erum við á árinu 2006. Í dag metum við mannkosti út frá nánast öllu öðru en fegurð. Það er langt síðan að fegurðardrottningar (hvort sem þær eru karlkyns eða kvenkyns) hættu að vera einhvers konar fyrirmyndir. Það eina sem við sjáum er fólk sem hefur verið nauðgað með gervibrúnku, labba fram og til baka á einhverju sviði í leit að viðurkenningu. Sumir fá þessa viðurkenningu, aðrir ekki. Lítið meira hægt að segja um það. En ég held að ungdómurinn í dag almennt sé aðeins dýpra þenkjandi en svo að líta á fegurðardrottingar sem fyrirmyndir eða innblástur. Ég allaveganna vorkenni þeim einstaklingum sem hafa ekki betri fyrirmyndarkandídata en einhverja ókunnugar manneskjur sem fá viðurkenningu fyrir það hvað þær voru sætar og sexí. En það er annað mál....
Það eina sem situr eftir í þessari fegurðarsamkeppnamenningu, ef svo má að orði komast, er að þetta er ágætis skemmtiefni fyrir sjónvarp og gefur manni tækifæri á að kjósa með sms..... svona ef maður fær fráhvörf frá Ædol.
Það að ætlast til að keppendur og hvað þá sigurvegarar í svona keppnum séu eitthvað dannaðri einstaklingar en fólk út á götu er í mínum huga ekkert annað en óskhyggja, og sýnir best fornaldarhugsunarhátt og hræsni þeirra sem fyrir þessum keppnum standa.
::
föstudagur, janúar 27, 2006
Kiðhildurer formlega orðinn gítareigandi. Keypti mér ógó flottan gítar sem verðlaun fyrir að hafa náð af mér 15 kg. Vandamálið er að ég kann ekki baun að spila á hann. Það er bara challenge-ið fyrir árið í ár. Stefni að því að geta spilað einfalt lag fyrir jól
::
Er að fara til Spánar um páskana. Í heila viku. Keypti miðana í gær. Þetta er sko ekki bara sólarlandaferð par excellance heldur er moi að fara í ógó spennandi brúðkaup. Jámm. Guðrún Þóra er að fara að gifta sig ógó sætum spanjóla. Ég hef reyndar ekki fengið heiðurinn af því að hitta hann ennþá en ég er búin að sjá föööööllt af myndum af honum og hann er bara yngri og sætari útgáfa af Antonio Banderas. Mest hlakka ég þó til að geta hitt Guðrúnu í meira en nokkrar mínútur :P Þar sem Íslendingar eru sólarlandasjúkir í öllum fríum, þá er náttúrulega löngu uppselt í öll flug. Náði með einhverjum krókaleiðum að ná í flug til Köben og síðan til Spanjó. Þarf reyndar að vera yfir nótt í Köben í bæði útferð og heimferð. Sem er bara fínt. Get hitt alla ættingjana í Danmerkunni á meðan. ...... og frí gisting og aaaaaallt.
Ég ætla í tilefni þessa að taka með mér heim til Klakans fullt af sætum spanjólum. Ef þig langar í sætan spanjóla skal ég ná í hann og flytja hann inn gegn vægu gjaldi. Er byrjuð að taka niður pantanir.
::
föstudagur, janúar 20, 2006
Pæliði nú í....... hvað Pamela Anderson var einu sinni sæt, frískleg og heilbrigð stelpa.
::
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Spurningar og svör varðandi heilsu og mataræðiQ: I've heard that cardiovascular exercise can prolong life; is this true?
A: Your heart is only good for so many beats, and that's it... don't waste them on exercise. Everything wears out eventually. Speeding up your heart will not make you live longer; that's like saying you can extend the life of your car by driving it faster. Want to live longer? Take a nap.
Q: Should I cut down on meat and eat more fruits and vegetables?
A: You must grasp logistical efficiencies. What does a cow eat? Hay and corn. And what are these? Vegetables. So a steak is nothing more than an efficient mechanism of delivering vegetables to your system. Need grain? Eat chicken. Beef is also a good source of field grass (green leafy vegetable). And a pork chop can give you 100% of your recommended daily allowance of vegetable products.
Q: Should I reduce my alcohol intake?
A: No, not at all. Wine is made from fruit. Brandy is distilled wine, that means they take the water out of the fruity bit so you get even more of the goodness that way. Beer is also made out of grain. Bottoms up!
Q: How can I calculate my body/fat ratio?
A: Well, if you have a body and you have fat, your ratio is one to one. If you have two bodies, your ratio is two to one, etc.
Q: Aren't fried foods bad for you?
A: YOU'RE NOT LISTENING!!!. Foods are fried these days in vegetable oil. In fact, they're permeated in it. How could getting more vegetables be bad for you?
Q: Will sit-ups help prevent me from getting a little soft around the middle?
A: Definitely not! When you exercise a muscle, it gets bigger. You should only be doing sit-ups if you want a bigger stomach.
Q: Is chocolate bad for me?
A: Are you crazy? HELLO ..... Cocoa beans! Another vegetable!!! It's the best feel-good food around!
Q: Is swimming good for your figure?
A: If swimming is good for your figure, explain whales to me.
Q: Is getting in-shape important for my lifestyle?
A: Hey! 'Round' is a shape!
Af hverju að flækja lífið að óþörfu!?!?!
::
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Árshátíð um helginaFarin að hlakka til. Keypti mér kjól í vikunni sem leið. Reyndar var þetta bara lásý kjóll úr Hagkaup, en ég hef ekki keypt mér kjól (né gengið í einum slíkum) síðan í 10. bekk. Þess vegna hlakka ég alveg robboslega til að dekra við sjálfa mig á laugardaginn og klikkast úr egói. Fór svo á búðarrúnt til að leita að hálsmeni og eyrnarlokkum við dressið. Fann ekkert grípandi enda ekkert nema útsölurusl eins og er í búðunum. Er þó robboslega vongóð á það að ganga beint á glingur sem rokkar. Er ekki ennþá búin að fá mér gítar. Er að deyja úr tilhlökkun. Það er bara svona þegar sérlegur gítarráðunautur minn er uppteknari en Kofi Annan...
::
mánudagur, janúar 16, 2006
Algjörlega..... og gjörsamlega furðulegt. Eruði ekki sammála?
::
sunnudagur, janúar 15, 2006
Gaman að essu...Juicy Fruit fæst m.a. í Krónunni
::
Langir skóladagar framundan og nennan er engin. Ég nenni ekki að rökræða eitt eða neitt og ég nenni ekki áreiti sem valda því að ég þurfi að tjá mig. Hlakka samt til að fá gítar í þessari viku... vonandi.
::
miðvikudagur, janúar 11, 2006
....::
mánudagur, janúar 09, 2006
Panikkið er yfirstaðiðHvað sem það nú var sem felldi fólkið þarna í Tyrklandi, þá var það ekki fuglaflensan. Það er búið að fá niðurstöður úr rannsóknum og úr henni kom að þetta var ekki fuglaflensan. Nú ætti fólk að geta andað léttar...
Þetta er fullkomið dæmi um múgsefjun bæði á meðal fólks og fjölmiðla. Búið er að búa til þessa svakalegu noju í kringum fuglaflensuna sem í sjálfu sér er meinlaus miðað við flesta sjúkdóma sem ganga um í dag. Við skulum allaveganna orða það þannig að af öllum farsóttum, bakteríusýkingum og veirusýkingum í heiminum, þá er fuglaflensan ekki eitthvað til þess að hafa áhyggjur af. Vissulega þarf að vera á varðbergi með hana eins og hvað annað smit en að hafa kveikt á nojuperunum sínum er algjörlega ofaukið. Nokkrir létust á óskilgreindan hátt einhvers staðar í heiminum og áður en við náðum að segja orðið "kjúklingur" var búið að stimpla þetta sem fuglaflensu og hrakspár um heimsfaraldur og fjöldadauða bombarderaðar í flestum fjölmiðlum. Af hverju fær HIV ekki sömu nojuumfjöllunina í fjölmiðlum? Þetta er jú smitsjúkdómur sem fellir hvað flesta og smitar hvað flesta.....
::
sunnudagur, janúar 08, 2006
Úje..Fólk er alveg að missa sig hérna....
::
föstudagur, janúar 06, 2006
Full mannréttindi fyrir alla í dag takk!Mér finnst þetta mál með hjónavígslu samkynhneigðra vera komin út í tóma vitleysu. Að sjálfssögðu eiga trúfélög að geta valið hvort þau gefi saman samkynhneigða eða ekki og sú lagaheimild til þess vals á að sjálfssögðu að vera staðreynd. Það þarf ekki að taka það fram að samkynhneigðir eiga líka að geta gengið í borgaralegt hjónaband eins og allir aðrir sem ekki vilja kirkjulegt brúðkaup og hvort sem hjónavígslan er kirkjuleg eður borgaraleg þá eiga þau að fá full réttindi sem fylgja þeirri vígslu (sbr. erfðarétt og fleira). Á meðan þjóðkirkjan er ennþá samofin ríkinu þá BER þjóðkirkjunni að virða mannréttindi og jafnrétti... og að sjálfssögðu að gefa saman samkynhneigða. Ef þetta fer svona fyrir brjóstið á þjóðkirkjunni þá ætti það bara að flýta fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju sem ætti að vera fyrir löngu búið að gera. En að hafa í frammi fordóma, misrétti og mismunun undir hatti ríkisins er óásættanlegt.
::
Maðurinn er hundleiðinlegur, hrokafullur og býr til leiðinlegar myndir. Hverjum er svo sem ekki sama að honum finnist gaman að segja frá því hversu miklar fyllibyttur og druslur íslenskar konur eru? Síðan er pínulítill Munchausen í honum.
::
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Ætli...... tími Ariels Sharon sé upp runninn?
Nú skal ég ekki segja. Það væri margt verra.
::
sunnudagur, janúar 01, 2006
Blessaða skaupiðNú ætla ég að koma með alveg rosalega geipilega ófyrirséðan póst. Skaupið. Það talar nefnilega enginn um Áramótaskaupið á nýársdag *hóst*
Ég hef orðið vör við það að fólk sé almennt með neikvæðar skoðanir á skaupi gærkveldsins. Að það hafi ekki verið bofs fyndið og engin háðsádeila á pólitíkina o.s.frv. Fyrir mitt leyti fannst mér þetta bara ágætt skaup. Ekkert súperfyndið, ekki ófyndið heldur. Björgvin Franz Gíslason stóð langsamlegast upp úr þetta árið. Baukdalinn hjá honum var æði!!
En með þetta blessaða pólitíska grín. Er ég sú eina sem er blessunarlega fegin því að þurfa ekki að sjá Örn Árnason enn eitt árið í Dabbagerfinu sínu í áramótaskaupinu? Er ég sú eina sem er búin að fá ógeð af sungnum lögum með ófyndnum, pólitískum háðstextum? Spaugstofan er búin að bombardera sama gamla stöffið yfir landann núna í mörg ár fram yfir þeirra síðasta söludag. Mér finnst alveg nóg að hafa Dabba og Dóragrínið bara þar og öll lögin þeirra. Ég vil eitthvað ferskt og nýtt. Spaugstofuhúmorslaust skaup fyrir mig takk!
Þeir grínþættir sem standa upp úr í dag eru Stelpurnar. Það væri gaman að fá að sjá þær tækla Skaupið að ári, jafnvel í samkrulli við Eddu Björgvins, Ladda og fleiri eðalgrínara. Fá jafnvel nærri því ópólitískt skaup (nöldrararnir verða nú að fá brandara eða tvo um Dabba svo þeir geti skotið áramótarakettunni í góðu skapi) eingöngu samansett af skemmtilegum sketchum, eins og Stelpurnar og jafnvel Svínasúpan.
Sem sagt, í heildina var þetta bara alveg ágætt.
::
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Með kveðju
Kiðhildur Ólafsdóttir Kynd
::