Íslenzkt lambakjet

laugardagur, desember 31, 2005

Stundum segja myndir meira en nokkur orð*headbang* *headbang*
Æi, þarna datt andlitið af.....

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 03:54
::
---------------oOo---------------

föstudagur, desember 30, 2005

Vá...

... árið er bara að verða búið. Mér finnst ég ennþá hafa verið að klára síðasta prófið í gær. Jólin svifu einhvern veginn bara framhjá. Þetta er búið að vera ekkert smá furðulegir dagar. Þessi glæsilega tveggja sólarhringa gubbupest líka rúnkaði mig líka svona hressilega í rímini. Missti allt tímaskyn.

En moi náði að nokkurn veginn að standa við áramótaheitið sem strengt var um síðustu áramót. Takmarkið var að missa 15 kg á árinu. Ég náði að taka þau 14 af. Það eru nú reyndar rúmur sólarhringur eftir af árinu og það er alveg séns að ná þessu eina kg af með einhverri heví svitabombu. Ætla samt að láta mér vel lynda þennan árangur.

Áramótaheitin þetta árið verða líklega þau að standa mig betur í skólanum. Er búin að vera með buxurnar á hælunum vægast sagt... tjah.. alla mína háskólagöngu. Ekki það að ég geti ekki lært þetta. Nei nei. Þetta er bara pjúra leti og nennuleysi. Markmið næsta árs er að hrista burtu slenið og finna aftur nennuna. Hvar svo sem hún er nú í felum.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 04:05
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, desember 28, 2005

Ég opnaði ómerkta pakkann í ár

Því miður. Ógeðslegasta gubbupest norðan suðurpóls (eða svona því sem næst). Var svona innilega að vona að ég slyppi við þetta. Ekki koma of nálægt tölvuskjánum, ég gæti smitað þig...

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 18:40
::
---------------oOo---------------
Jólin runnu bara...

... virkilega ljúffenglega niður. Góður matur, góð og kærkomin leti og afslöppun í faðmi fjölskyldunnar. Akkúrat sem skólaleið og langþreytt rollan þurfti á að halda. Fór svo í sund með frænkunni í dag. Það munaði litlu að ég hefði sofnað í heitapottinum, slík var slökunin.

Fékk margar góðar gjafir. Mútta og Pabbi splæstu á mig fartölvu.(Vil samt taka fram að foreldrar mínir splandera yfirleitt ekki á mig svona dýrum hlutum.... alltaf gaman þegar treggáfað fólk gengur út frá því vísu að fyrst ég fékk eina dýra gjöf frá stellinu þá hljóti ég að vera útúr dekruð, tilfinningasnauð peningahóra sem fær allt sem hún vill). Fékk heimatilbúinn kertastjaka úr gleri eftir listamanninn systur mína. Húfu, vettlinga og trefil. Fékk sætasta bangsahund í heimi sem er búinn að fá framtíðarheimili í rúminu mínu. Og fékk svo síðan Valiant DVD, sem er dúllulegasta tölvuteiknaða mynd í heimi. Ekki skemmir fyrir að hún er fruntalega skemmtileg líka.


Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 00:15
::
---------------oOo---------------

laugardagur, desember 24, 2005

Kæru heiðurskindur, lesendur, ættingjar, vinir og aðstandendur... og bara þið öll!

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, fagurra pakka, góðrar jólasteikur og yndislegs tíma með þeim sem ykkur eru kærastir.

Með jólakveðju
Kiðhildur Ólafsdóttir Kynd

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 15:24
::
---------------oOo---------------
Jo-hólin jo-hólin...

.... a-halls staðaaar. Með jólagleði og gja-ha-firnar.

Jólaskapið er officially mætt á svæðið. Nóa konfektið er komið í skálina og rollan er byrjuð á óhóflegri neyslu fyrrnefnds konfekts, skv. föstum árlegum vana. Jólaniðurgangurinn mun svo mæta á svæðið í fyrramálið í kjölfar téðrar ofneyslu, mér og sambýlisfólki mínu til mikils yndisauka. Julen er så dejlig....

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 02:06
::
---------------oOo---------------

föstudagur, desember 23, 2005

Óttalega finnst mér Pési Blöndal...

... ómerkilegur maður. Ég veit að honum gekk gott til með að upplýsa um að það væri til fólk sem misnotar fjölskyldu- og matarhjálp (við vissum það nú öll að slíkt gerist. Þar sem er velferðarkerfi, þar eru alltaf svartir sauðir að misnota) en að nefna svona dóttur sína sérstaklega í þessum efnum og tala um hana eins og aumingja finnst mér fyrir neðan allar hellur. Hann hefði alveg getað sagst eiga ættingja sem misnotaði fjölskylduhjálpina eða vita persónulega af einstaklingi sem náði að misnota bla bla bla...

Ég er alls ekki að verja gjörðir dóttur hans nota bene. Ég reyndar veit ekki hvort málið sé svo eins og Pétur vill meina að dóttir hans hafi það bara virkilega fínt. Það gæti bara vel verið að stúlkan hafi það skítt og þurfi á matarhjálp að halda og þá er það sjálfssagt að nýta hana. Til þess er hún jú gerð. En ef hún er að nýta sér þarna aðstoð sem hún hefur ekki þörf á finnst mér það manneskjunni til mikillar minnkunnar. Ég held að það sé eitthvað mikið að samviskunni hjá fólki sem nýtir sér neyðarhjálp undir fölskum forsendum. En ég ætla ekki að setja fram getgátur hvort stúlkan hafi þurft á þeirri hjálp að halda. Það er fyrir annað fólk að díla við og hana sjálfa.

"Já, hún dóttir mín er aumingjalegur þjófur". Svona hljómar þetta í mínum eyrum. Sem opinber persóna veit Pétur alveg nákvæmlega hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir dóttur hans. Hann vissi það nákvæmlega að henni hefði alveg eins getað verið hent uppá flennistóra DV forsíðu brennimerkt hjá alþjóð sem ómerkilegur þjófur. Myndi Pétur t.d. segja: "Já, hann Sigursteinn Bárðarson nágranni minn hérna á nr 12 fór einmitt niðrí fjölskylduhjálp og stal mat"? Nei, honum dytti það ekki í hug. Hann veit alveg hversu ómerkilegt það er og óviðeigandi það er. Hvernig í fjandanum dettur honum í hug að það sé eitthvað minna óviðeigandi að nafngreina dóttur sína í þessu samhengi?

Hvernig ætli dóttur hans líði? Hvernig getur maðurinn horft í augun á barninu sínu eftir þetta? Pétur hefur gerst sekur um grafalvarlegan dómgreindarskort á mannlega samskiptasviðinu. Hver svo sem tilgangur hans nú var, að varpa ljósi á misnotkun velferðarhjálpar eða að kenna dóttur sinni skoh lexíu. Þá var þetta í hæsta máta ómerkilegheit og mér finnst að hann eigi að sýna í sér þann manndóm að biðja dóttur sína afsökunar á saman hátt og hann dró mannorð hennar í skítin, þ.e. opinberlega.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:25
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, desember 20, 2005

Var að fá jólagjöfina mína í dag

Glæsileg Sony fartölva með öllu sem hægt er að langa í.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 19:23
::
---------------oOo---------------
Sparnaðarráð

Ef þið viljið spara ykkur 500 kall, þá endilega sleppið því að leigja ykkur Christmas with the Kranks. Total waste of money.....

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 01:33
::
---------------oOo---------------

mánudagur, desember 19, 2005

Ég er svo suddalega gamaldags og púkó

Ég á ekki iPod. Ég á nánast enga mp3 en ég á þennan þrusufína COBY ferðageislaspilara sem ég nota mikið. Það er orðið sorglega vandræðalegt að fara út í almenning með ferðageislaspilara þessa dagana. Ef ég er að labba einhvers staðar (sem ég geri nú daglega) og diskurinn sem ég er að hlusta á klárast.... þá á ég það til að hafa með mér aukadisk og skipta bara while I walk. Þvílík lúkk sem ég fæ!! Það er klárlegt að ég er frá steinöld og ég gæti alveg eins verið með beta max tæki. Ég er farin að skammast mín og hugsa mig tvisvar um áður en ég læt annars ógó smart appelsínugula ferðageislaspilarann minn líta dagsins ljós uppúr töskunni minni. Það fyndnasta við þetta allt saman er að mig langar ekkert sérstaklega í iPod. Það eru nokkrir aðrir hlutir sem ég ætla mér að fjárfesta í áður en ég splandera í þetta nýmóðins tónlistarflutningsapparat. Ég verð víst bara að vera lummó eitthvað áfram. Ráðlegg þó fólki sem er mjög annt um street credið sitt að forðast samneyti við mig rétt á meðan ég rölta með minn ástkæra geislaspilara.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 01:08
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, desember 18, 2005

Ewan McGregor

Þetta nafn er borið fram "Júan" en ekki "Ívan" eða "E-van"

Bara svona til að koma þeim málum á hreint.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 22:37
::
---------------oOo---------------
Jeg tro det ikke!

Núna er verið að sýna síðasta Popppunkts þáttinn forever. Ég er búin að vera heví Popppunkts aðdáandi frá byrjun og ekki búin að missa af nema tveimur þáttum af þeim 66 sem sendir hafa verið út. Ætla að fara að mótmæla þessari glapræðislegu ákvörðun fyrir framan Skjá 1. Ætla að keðja mig allsnakta við útidyrahurðina og henda síðan neonbláu skyri á bíl sjónvarpsstjórann. Ég er handviss um að það virkar.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 20:27
::
---------------oOo---------------

laugardagur, desember 17, 2005

Það yndislega við jólafrí...

... er að maður getur farið aftur að sinna hugðarefnum sínum og notið þess að slappa af. Það eru ótalmargar bíómyndir, þættir og bækur sem bíða athygli minnar í jólafríinu og ætla ég mér að sinna þessu af mikilli elju og natni. The Hogfather úr Discworld seríunni bíður óopin á náttborðinu eftir að verða lesin. Futurama DVD diskarnir bíða óþreyjufullir eftir að verða settir undir geislann. Lífið er yndislegt á jólunum.

Var að koma úr virkilega fínu próflokapartýi. Mad Props til Ómars fyrir að nenna að hafa stóðið heima hjá sér. Hef ekki sofið að neinu marki núna síðan kl 13 í gær... spörning um að fara að lúlla....

ójá.. var næstum búin að gleyma..... ég má sofa út ;)

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 02:20
::
---------------oOo---------------

föstudagur, desember 16, 2005

Þetta er búið að vera furðulegur sólarhringur

Svo vægt sé til orða tekið. Öll Metallica hlustunin mín náði ekki að vinna upp vinnutap annarinnar sem orsakaðist að öllu leyti af leti og aumingjaskap af minni hálfu. Ég geri ekki ráð fyrir því að hafa náð þessu prófi. Sofnaði ekki fyrr en hálf sjö í morgun, prófið var btw klukkan níu. Þriggja tíma próf. Kláraði það á 36 mínútum nákvæmlega. Fokkedí fokk!. En já... ég veit allaveganna hvað ég verð að gera næsta sumar......

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 11:09
::
---------------oOo---------------

miðvikudagur, desember 14, 2005

Fokk!!!

Það er kominn miðvikudagur.....

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 02:04
::
---------------oOo---------------

þriðjudagur, desember 13, 2005

Tvær góðar að hlusta á með jólaprófalærdóminumMetallica - Kill 'em all
Fyrsta Metallicu albúmið. Gaurarnir rétt um tvítugt og Hetfield skrækur sem 12 ára stelpa. Algjör snilld. Krafmikil og góð til hlustunar þegar erfiðu og leiðinlegu kaflarnir í námsefninu eru til aflestrar.

Keane- Hopes and fears
Píanópopp í mellow kantinum. Virkilega þægileg hlustun. Maður fattar allt í einu að diskurinn er búinn að fara þrjá hringi og maður er búin að lesa aaaaaallan 100 bls. kaflann og glósa líka. Bara snilld. Þetta er plata sem hægt er að hlusta á aftur og aftur og aftur og aftur og fær aldrei leið.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 00:27
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, desember 11, 2005

Miss ROWLD

Eða eitthvað. Við (öll íslenzka þjóðin að sjálfssögðu) erum búin að "eignast" nýja fallegustu konu í heimi. Já. Þjóðarstoltið og aulahrollurinn tröllríður samfélaginu í dag og í gær eftir að Unnur Birna var kosin Miss Eitthvað. Þetta eru orðnar svo margar keppnir.... miss world, miss universe, miss earth, miss þetta, miss hitt að maður er orðinn kengruglaður í þessu öllu saman enda skiptir það ekki máli þar sem að það eru einungis selected few sem actually hafa gaman að þessu.

Fannst þó fyndið að ég sá smá hluta af þessari keppni í gær. Var í námspásu og kveikti á imbanum. Þá var verið að sýna frá því þegar gellan sem vann í fyrra (sem btw enginn man hvað heitir eða hvaðan hún var) var að lýsa því sem hún fékk að gera sem alheimsfegurðardrottning í heilt ár. Sýndar voru myndir af henni að snerta kínversk börn og veifa til annara. Vá hvað börnin voru heppin. Þau fengu að sjá þarna fegurðina uppmálaða. Þau fengu að vera í viðurvist konu sem gaf þeim von í gegnum fegurð sína. Já það er nauðsynlegt að við ljóta fólkið og litlu fátæku börnin út í heimi fái a.m.k. einu sinni að bera fegurðardrottningu augum svo við fyllumst kjarki og þori, hugrekki og hamingju. Þetta kalla ég bara grundvallarmannréttindi. Annars virtist nú ekki vera mikill tilgangur í þessu hjá henni annar en að veifa til fátæka og óheppna lýðsins. Hún var ekki að vinna nein verk sem slík. Eða jú.... það er náttúrulega full tæm djobb að vera svona fallegur og leyfa öðru fólki að sjá hvað maður er fallegur... hvurnig læt ég!?!

Síðan var hún Unnur greyið frekar hallhærisleg þarna í krýningunni. Var eitthvað að reyna að vinka þarna en þetta leit út eins og hún vissi ekki alveg hvað hún ætti að gera við höndina á sér. Þetta var frekar "ólafsragnars-ískt" veif.

En hennar bíður rosalegt ævintýri á næsta ári og árum. Hún fær að ferðast um allan heim og vinka til fólks (vona samt að hún æfi þetta vink sitt aðeins betur) í fátækum löndum, sem hefur ekki hugmynd um hver hún er og hvaðan hún kemur, og er ennþá frekar alveg drullusama um það. Svo eftir árið fær hún að krýna aðra Miss Eitthvað og þá bíður hennar spennandi ferill sem fyrirsæta í Hagkaupsblaðinu. Ekki nóg með það þá mun Vikan og Nýtt líf alltaf með reglulegu millibili taka viðtal við hana þar sem hún segir frá þessari frábæru reynslu að fá að vera fallegri en aðrir og hvað hún átti sko ekki von á þessu. (sem er náttúrulega bara kjaftæði því þær eru allar sem ein þarna að taka þátt til að vinna)

En já.. til hamingju Unnur Birna með þennan "frábæra árangur". Ég vona bara að ég muni fá heiðurinn af því að einhver af þessum Miss fegurðardrottningum veifi til mín einhvern tímann svo líf mitt fyllist tilgangi.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 19:41
::
---------------oOo---------------

laugardagur, desember 10, 2005

Það er eitthvað mikið að í eyrunum á mér

Var að horfa á sjónvarpsauglýsingu áðan um einhvern barnatölvuleik með lærdómsívafi. "Komdu og lærðu með Bangsímon" var sagt hvellri röddu. Snillingurinn ég heyrði þetta sem: "Komdu og lærðu með Downs syndrome"!!!

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 00:23
::
---------------oOo---------------

fimmtudagur, desember 08, 2005

Próf á morgun

Tel allar líkur á að ég fái í hæsta lagi 6. Þar sem moi er tossi af Guðs náð þá byrjaði moi ekki að læra af alvöru fyrr en í fyrradag, sem er ekkert rosalega sniðugt þegar litið er til þess að fagið inniheldur eitthvað um 1000 bls og ég var að byrja að frumlesa...... daddaraddaraaaaa. Þetta reddast.

Var líka að vakna. Nennti ekki fyrir mitt litla líf að fara á fætur og uppá lesstofu. Held að ég sé alveg kandídat í að tékka á því hvort Leti sé í alvörunni dauðasynd. Fylgist með minningagreinunum næstu daga.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 16:30
::
---------------oOo---------------

mánudagur, desember 05, 2005

Skoh mína!

Mín var að vinna 100 blaða prentkvóta fyrir að taka þátt í kennslukönnun. Ég sem vinn aldrei neitt. Spurning um að nýta góðu lukkuna og splæsa í eina happaþrennu eða lottómiða.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 19:09
::
---------------oOo---------------

sunnudagur, desember 04, 2005

Kitli kitl

Farfuglinn kitlaði mig aaaa gútsí gúú. Og er ég því víst bundin að taka því kitli eins og sannur bloggari so here goes:

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Klára skólann
2. Læra á gítar
3. Búa erlendis í lengri eða skemmri tíma
4. Komast í kjörþyngd
5. Taka í spaðann á meðlimum Metallicu (ok þetta er meira svona draumur en maður á að stefna hátt ekki satt ;) )
6. Fara í skíðaferðalag í Alpana
7. Eignast VW bjöllu


Sjö hlutir sem ég get:
1. Munað allt
2. Sungið
3. Skipt um stíl eftir skapi og veðráttu
4. Keyrt bíl
5. Sett lappirnar á bak við haus (þó svo að tækifærin til þessa séu fá)
6. Lesið 400 bls bók á einum degi að því gefnu að mér finnist hún skemmtileg
7. Notið lífsins eins og það er.


Sjö hlutir sem ég get ekki:
1. Spilað á gítar.... ennþá allaveganna
2. Spilað handbolta
3. Haldið athygli yfir einhverju sem ég hef engan áhuga á.
4. Horft á Battlefield Earth
5. Hlaupið
6. Sofnað nema í mínu eigin rúmi
7. Sætt mig við það næst besta


Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Húmor
2. Heiðarleiki
3. Vinalegt bros
4. Bringuhár
5. Stæltir fótleggir
6. Samræðuhæfni
7. Uppátækjasemi


Sjö frægir karlmenn sem heilla mig (ekki endilega kynferðislega eða útlitslega nb.):
1. Kirk Hammett
2. James Hetfield
3. Peter Steele
4. Joey Jordison
5. Johnny Depp
6. Jamiroquai
7. Mark Wahlberg


Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:
1. Úje
2. Dang!
3. Esskan
4. Frábært!
5. M'kay
6. Nákvæmlega
7. Skoh


Sjö manneskjur sem ég ætla að kitla gúúútsí gúú:
1. María frænka
2. Ópel Safíra
3. Guðrún Þóra
4. Kisuvinur
5. Harpa
6. Þórunn
7. Egill

Veit ekkert hvort það er búið að kitla viðkomandi en það verður þá bara að hafa það. Þau atriði sem ég nefndi hér fyrir ofan eru í engri sérstakri röð, enda þetta gilligill skrifað í miklum flýtu og án djúprar umhugsunar.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 13:10
::
---------------oOo---------------

laugardagur, desember 03, 2005

Öss hvað þetta tók fljótt afJá, Pallas Aþena kom bara með svarið í fyrsta commenti. Klárlega skarpasta heiðurskindin í dag. *klapp á bak* . Það var Páfinn, vinur okkar allra, sem á þessa Dóróteurauðu skó. Fannst þessi mynd svo fyndin þegar ég sá hana fyrst (já er með svoldið ömurlegan húmor). Mér fannst þessir skærrauðu skór svo innilega engan veginn passa við múnderinguna á kallinum.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 20:10
::
---------------oOo---------------
Hver á rauða skóinn?


Verðlaunin eru ekki sloj, ónei. Klapp á bakið og hrós fyrir að vera gáfaðasta heiðurskindin. Hver vill ekki slík verðlaun. Ef rétta svarið verður ekki komið annað kvöld þá gef ég upp rétta svarið

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 00:29
::
---------------oOo---------------

föstudagur, desember 02, 2005

Af hverju verður maður alltaf svona þreyttur..

... þegar maður þarf að fara að læra? Bara hugsunin að ég þurfi að fara að setjast niður við bækurnar vekur upp hjá mér þessa hrikalegu þreytu. Eins og ég hafi ekki fengið að sofa í marga daga. En um leið og ég ætla mér að fara að gera eitthvað annað, eins og t.d. að horfa á imbann, þá gufar þreytan upp eins og hún hafi aldrei verið til staðar. Bögg og vitleysa.

Er að reyna andlega upppeppun þessa dagana. "Það er gaman að læra". "Lestur er skemmtilegur". "Það skemmtilegasta sem þú gerir er að glósa" "Jibbí, núna loksins get ég gert uppáhaldshlutinn minn! læra!"

Það virkar ekki

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 23:49
::
---------------oOo---------------

fimmtudagur, desember 01, 2005

Jólavertíðin er formlega hafin

Kaffið mitt er komið í rosalega dúllulegan jólabolla með mynd af snjókalli á skautum. Jingle bells here I come.

Í gær var Telma Ásdísardóttir kjörin kona ársins hjá Nýju Lífi. Ég verð að lýsa mikilli ánægju með þetta kjör enda er hún sú manneskja sem hefur gert hvað mest gott á þessu ári. Með því að koma svona hispurslaust fram í sambandi við misnotkunina sem hún varð fyrir sem barn, hefur hún ekki bara hjálpað þeim sem lent hafa í svipuðu að koma fram, heldur einnig opnað augu okkar hinna fyrir viðbjóðinum sem felst í barnamisnotkun. Við vissum að sjálfssögðu öll hversu ógeðfellt þetta er, en ég er alveg jafn sek og þið hin að hafa viljandi lokað augum mínum og eyrum þegar akkúrat hið andstæða var þörf.

Hún er því ekki bara inspiration fyrir konur heldur fyrir okkur öll sem manneskjur. Að hafa gengið í gengum þetta sem hún gekk í gegnum, komast svona tiltölulega heil út úr því og setja spilin bara beint á borðið, blákalt, fyrir okkur að sjá. Þeir sem hafa lesið bókina hennar Gerðar Kristnýjar um sögu Telmu, eða bara hlustað á Telmu sjálfa hafa lært svo mikið. Einnig er talað um að ný lög um barnamisnotkun munu fá nafnið Telmulögin. Hún braut því blað í baráttunni gegn kynferðisbrotum á börnum og er því svo sannarlega verðug verðlaunanna og meira til.

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 15:29
::
---------------oOo---------------
Fór í bíó..

... á Saw sem er sálfræðitryllir með mjög mjög grótesk sjónrænum áreitum. Orða þetta svona til að skemmileggja ekki fyrir þeim sem gætu verið nógu klikkaðir að fara á hana. Fékk samúðarverki og mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Segi ekki meir. Fannst samt dálítið fyndið að sjá hvað það var mikið af pörum á þessari mynd að haldast í hendur og dúlla saman nefjum. "Elskan, eigum við að fara saman í rómantíska bíóferð?" "Já endilega, förum á nýja sækólimlestingarþrillerinn"

Lærdómurinn gengur ekki vel. Mér reynist erfitt að halda mér við efnið. Held að þessi týpíska jólatilhlökkun sé að trufla. Setti Jackson 5 jóladiskinn minn í spilarann í fyrsta skipti í gær. Tók eftir því að það var ekkert rosalega sniðug ákvörðun þar sem að það kallaði á að kíkja í Blómaval á jólaskrautið og horfa á jólamynd. Varð ekkert mikið úr lærdómnum þann daginn. Annars vantar mig bara sjálfsagagenið. Ef einhver hefur lítið notaðan sjálfsaga til sölu fyrir lítinn pjéning þá er ég alveg til í að gera díl

Frussað af Kiðhildi Ó. Kynd, klökkan 00:09
::
---------------oOo---------------